Hjónin Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Ágústa Johnsons framkvæmdastjóri Hreyfingar eiga 200 fm sveitahöll í Skaftárhreppi. Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um að hanna húsið að innan og velja innanstokksmuni.
Sveitahöllin er til útleigu á Airbnb, nóttin kostar 1500 dollara eða um 210.000 kr., auk þrifagjalda.
Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjand í alrými, í stofunni eru gólfsíðir gluggar á þrjá vegu og úr alrýminu er útgengt á snyrtilega verönd með palli sem umlykur húsið. Þar er útisauna, ásamt bekkjum og borðum. Einnig eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu.
Í göngufjarlægð eru tvö 50 fm gestahús sem einnig eru til útleigu. Húsin sem heita Efri-Torfa og Neðri-Torfa samanstanda af stofu og eldhúsi í einu rými, einu svefnherbergi og baðherbergi.