fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Sagðist sjá eftir því að hafa ekki hugað betur að nýrum sínum skömmu fyrir andlátið

Fókus
Fimmtudaginn 25. maí 2023 08:05

Tina Turner en un concierto en Colonia, Alemania, el 16 de enero de 2009. La cantante falleció a los 83 años, se informó el 24 de mayo de 2023. (AP Foto/Hermann J. Knippertz, archivo)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkdrottningin Tina Turner sagðist sjá eftir því að hafa ekki hugsað betur um nýru sínu um tveimur mánuðum fyrir andlát sitt. Tilkynnt var um andlát stórstjörnunnar, sem var 83 ára gömul, í gær og er óhætt að segja að heimsbyggðin hafi verið slegin yfir tíðindunum.

Í tilefni af hinum alþjóðlega Nýrnadegi 9.mars, (e. World Kidney Day) fyrir rúmum tveimur mánuðum opnaði Turner sig um þá eftirsjá sína að huga ekki betur að nýrnaheilsu sinni.

Turner sagðist hafa þjáðst af of háum blóðþrýstingi og ýmsum öðrum kvillum.

„Nýrun mín eru fórnarlömb þess að ég áttaði mig of seint á því að ég hefði átt að leita mér hefðbundinnar læknishjálpar varðandi háþrýstinginn sem ég hef glímt við. Ég hef sett mig í hættu með því að neita að horfast í augu við það að ég hefði þurft daglega lyfjagöf til þess að takast á við þetta vandamál. Allt of lengi trúði ég því að líkami minn væri ósnertanlegur og ekkert gæti grandað honum,“ skrifaði Turner á Instagram síðu sína.

Hún hafi greinst með háþrýsting árið 1978 en hunsað hættumerkin. Afleiðingarnar voru þær að nýru hennar höfðu misst um 35% af virkni sinni tæpum þremur áratugum síðar og hún endaði með því að þurfa fara reglulega hreinsa blóðið með blóðskilun á sjúkrahúsi sem reyndist henni þungbært.

Árið 2017 fékk hún nýra að gjöf frá seinni eiginmanni sínum, Erwin Bach. Líkami hennar reyndi að hafna líffærinu og þurfti hún reglulega að leggjast inn á spítala vegna ýmissa kvilla sem herjuðu á hana.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Tina Turner (@tinaturner)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Arnar fær ekki starfið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli