fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fókus

„Niðurrif á sjálfinu er ömurlegur bólfélagi sem draugar þig hraðar en misheppnað Tinder deit“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. maí 2023 17:00

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, fjallar í sínum nýjasta pistli á Facebook um niðurrif og neikvætt sjálfstal. Segir hún marga ekki átta sig á því að neikvætt sjálfstal er gríðarlegur streituvaldur og vekur upp líkamleg streituviðbrögð.

Það er sorglegt hve margir eru með mastersgráðu í niðurrifi og neikvæðu sjálfstali.

Ég er ekki nógu duglegur. Ekki nógu fyndinn. Ekki nógu klár. Ekki nógu sniðugur. Ekki nógu hugmyndarík.“ 

Tala ekki nógu mikið við mömmu. Hringi ekki nógu oft í vinina. Er ekki nógu mikið með börnunum.“ 

Einu sinni var ég í fantaformi en nú er ég bara feitabolla.“ 

Missti kontrólið og kúlið í kúlupokanum. Aumingi með enga sjálfsstjórn.“ 

Horfa í spegil og klípa í húðflygsur á maga, rassi og lærum.

Sjá þessi ógeðis slitför eftir meðgönguna. Tussubumban í öllu sínu veldi.“ 

Ojjj, þú ert alltof feit í þennan kjól. Vömbin eins og illa vafin rúllupylsa og bingóvængirnir í fullum skrúða.“ 

Segir Ragga að ofangreindar setningar og fleira hræðilegt niðurrif og neikvætt sjálfstal sé dregið upp úr verkfærakistunni. Þessi orðræða myndi sjúga sálina úr hverjum sem er. Margir átta sig ekki á að neikvætt sjálfstal er gríðarlegur streituvaldur og vekur upp líkamleg streituviðbrögð. Langvarandi kortisólmarinering veikir ónæmiskerfið.Örari hjartsláttur til lengri tíma getur leitt til hjarta- og æðasjúkdóma. Niðurlút líkamsstaða dregur mergsýgur sjálfstraustið. Heilinn gerir ekki greinarmun á hvort skilaboðin komi að innan eða utan.

Við höldum oft ranglega að með sjálfshatri og svipuhöggum getum við knúið okkur áfram til góðra verka. Í heilsuhegðun, frammistöðu í vinnu, ræktun á vinasambandinu, framkomu við aðra, og í foreldrahlutverkinu. En rannsóknir sýna að þessar tilfinningar eru svikulir djöflar. Niðurrif á sjálfinu er ömurlegur bólfélagi sem draugar þig hraðar en misheppnað Tinder deit.

Ímyndaðu þér ef þú myndir tala við þig með hlýju, samkennd og skilningi?

Ég hef ekki getað verið með börnunum eins mikið og ég vildi, og mun bæta úr því.

Það hefur ekki verið tími né orka aflögu fyrir ræktina, og ég mun byrja aftur þegar hlutirnir breytast.“ 

Ég er með aðeins meiri fituvef utan á líkamanum en ég myndi vilja, en það endurspeglar ekki virði mitt sem manneskju.“ 

Hvernig þú hugsar og talar við sjálfið hefur áhrif á þína líkamlegu og andlegu heilsu.

Veldu orðin þín af kostgæfni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Óttar selur í Vesturbænum

Óttar selur í Vesturbænum
Fókus
Í gær

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Augnablikið sem Jóna Hrönn mun aldrei gleyma – „Þá ligg ég alveg flóandi í tárum“

Augnablikið sem Jóna Hrönn mun aldrei gleyma – „Þá ligg ég alveg flóandi í tárum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvetur fólk til að hreinsa af vinalistanum – Þetta er fólkið sem þú ættir að losa þig við

Hvetur fólk til að hreinsa af vinalistanum – Þetta er fólkið sem þú ættir að losa þig við