fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Smellakonungur Söngvakeppninnar stofnaði hljómsveit skipaða fjórum miðaldra 80’s unglingum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. maí 2023 13:30

Örlygur Smári Mynd: Origo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikil gleði á árshátið Origo um síðustu helgi og Eurovision stemningin tekin með forskoti. Friðrik Ómar og Jógvan Hansen, söngvarar og veislustjórar, tóku lagið með Örlyg Smára lagahöfundi. Þeir tóku meðal annars lagið This is my life sem komst langt í Eurovisionkeppninni 2008. Friðrik Ómar ásamt Regínu Ósk sigruðu íslensku forkeppnina það ár með laginu sem Örlygur Smári er höfundur að. Lagið varð fyrst íslenskra laga til að komast upp úr undankeppninni frá því að slíkt keppnisfyrirkomulag var tekið upp árið 2004.

„Árshátíð Origo var alveg frábærlega vel heppnuð, góður matur og flott skemmtiatriði. Þeir Friðrik og Jógvan fóru á kostum, það er leitun að eins góðum og skemmtilegum veislustjórum. Ég var í hláturskasti allan tímann,“ segir Örlygur Smári.

Friðrik Ómar. Jógvan og Örlygur Smári á árshátíð Origo

„Það var algjör draumur að vinna This Is My Life með Eurobandinu, enda Friðrik Ómar og Regína Ósk algjörir fagmenn fram í fingurgóma. Þetta var lengsta undankeppni sem haldin hefur verið, varði frá október fram í lok febrúar. Lagið tók af þeim sökum heilmiklum breytingum í ferlinu. Útsetningin fór eiginlega í hring því eftir nokkrar útgáfur af laginu í Söngvakeppninni endaði það nánast eins og fyrsta prufuútgáfan (demo) var sem ég gerði. Svo var rúsínan í pylsuendanum auðvitað að komast upp úr forkeppninni (semifinal) í Eurovision fyrst íslenskra atriða. Þetta var alveg ógleymanlegt,“ rifjar Örlygur Smári upp.

Ísland fer áfram en sænska lagið ber af

Aðspurður hvernig honum líst á Eurovision keppnina í ár svarar hann:
„Mér finnst sænska lagið og atriðið bera af. Það er eins og í allt annarri deild, úrvalsdeild. Ég er líka hrifinn af norska laginu og auðvitað því íslenska.“

Hvað finnst þér vera sigurstranglegast?
„Það vill oft verða að þegar eldri sigurvegarar, eins og Loreen í þessu tilfelli, koma aftur þá er þeim yfirleitt spáð mjög góðu gengi. En það vill oft ekki verða þegar á hólminn er komið. Ég vil samt meina að sænska lagið og atriðið sé það gott að það eigi eftir að fleyta því langt, alla leið til sigurs jafnvel.“

Hverja telur þú vera möguleika Íslands í ár?
„Ég ætla að segja að við komumst upp úr undankeppninni og endum um miðja töflu í úrslitunum. Eurovision er samt ólíkindatól, pínu eins og í Forrest Gump; „It´s like a box of chocolates, you never know what you´re going to get”. Það er kannski það sem gerir Eurovision svo skemmtilegt.“

Lög Örlygs Smára sem kepptu fyrir hönd Íslands í Eurovision eru:
Tell Me, árið 2000, sem Einar Ágúst og Telma fluttu, endaði það í 12. sæti
This Is My Life, árið 2008, sem Eurobandið flutti, endaði það í 14. sæti
Je ne sais quoi, árið 2010, sem Hera Björk flutti, endaði það í 19. sæti
Ég á líf, árið 2013, sem Eyþór Ingi Gunnlaugsson flutti, endaði það í 17. sæti

Stofnaði hljómveit með miðaldra 80’s unglingum

Örlygur Smári hefur látið til sín taka í tónlistarheiminum og er ekki nærri hættur. Hann starfar hjá Origo við Stafræna sölu og ráðgjöf en hann er einnig lagahöfundur, útsetjari (e. producer) og upptökumaður og eins og margir vita hefur hann samið fjögur framlög Íslands í Eurovision keppninni. Nýlega stofnaði hann hljómsveitina, Hr. Eydís, sem er skipuð fjórum miðaldra 80’s unglingum.

„Hr. Eydís byrjaði í raun sem saumaklúbbur nokkurra tónlistarmanna sem höfðu gaman að því að hittast og spila saman. Við tengjum allir mjög vel við 80´s tímabilið, enda eru meðlimir á þeim aldri að þeir voru unglingar á þessum árum. Nafnið Hr. Eydís er sem sagt tenging við enska orðið „eighties“ ef einhvern skyldi undra. Við fórum að spila þessi 80´s lög og datt svo í kjölfarið í hug að opna YouTube-rás (@eydisband) og setja þar inn upptökur af okkur að spila lögin. Við höfum sent frá okkur „nýtt“ lag á föstudögum og fengið virkilega góðar viðtökur, bæði hér heima og reyndar erlendis líka. Svo góðar viðtökur að fyrirspurnir um gigg streyma inn, við erum byrjaðir að bóka hljómsveitina og farnir að skipuleggja upptökur með þekktum íslenskum gestasöngvurum sem taka sitt uppáhalds Eydís-lag með okkur. Þetta er mjög skemmtilegt og sérstaklega gaman fyrir mig því ég hef nánast verið í felum með söngröddina í tuttugu ár.“

Bandið skipa auk Örlygs Smára, Jón Örvar Bjarnason á bassa, Páll Sveinsson á trommur og Ríkharður Arnar á hljómborð.

Netverslun fleygt fram síðustu ár

Þegar hann er ekki að semja tónlist sér Örlygur um daglegan rekstur á netverslun Origo og kann mjög vel við það starf að eigin sögn. ,,Netverslun almennt hefur fleygt fram síðustu árin og hefur verið mjög gaman á því ferðalagi með Origo. Aukningin í umsvifum gríðarleg og því um að gera að vera á tánum gagnvart öllum nýjungum hvað þetta varðar. Origo er annars mjög góður staður til að vinna á og hefur farið vel með vinnu minni við tónlistina undanfarin ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“