fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fókus

Robert De Niro segist ekki hissa að hann hafi eignast annað barn 79 ára

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 10. maí 2023 08:57

Robert De Niro er sagður vera slæmur yfirmaður. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Robert De Niro var að eignast sitt sjöunda barn. Leikarinn er 79 ára en þrátt fyrir að fregnirnar um stækkandi fjölskyldu hans hafi komið mörgum aðdáendum hans á óvart, kom það ekki honum á óvart.

Á þriðjudaginn mætti leikarinn á frumsýningu About My Father og svaraði spurningum fjölmiðla. Page Six spurði hvort hann hafi verið hissa að verða faðir aftur, orðinn 79 ára. Hann svaraði einfaldlega: „Nei.“

Hann bætti við að barnið hafi verið planað. „Hvernig geturðu ekki planað svona lagað?“ sagði hann svo.

Fyrr um daginn höfðu talsmenn stjörnunnar greint frá því að hann hafi eignast annað barn en hvorki kyn barnsins né nafn móður barnsins kom fram í tilkynningunni. En kærasta De Niro, Tiffany Chen, sást í síðasta mánuði með óléttukúlu.

Þau hafa farið leynt með samband sitt en Chen er tæplega 25 árum yngri en leikarinn. Parið kynntist við tökur á kvikmyndinni The Intern.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvers vegna byrja jólin á Íslandi klukkan sex að kvöldi aðfangadags?

Hvers vegna byrja jólin á Íslandi klukkan sex að kvöldi aðfangadags?