Vinkonurnar Lína Birgitta Sigurðardóttir, eigandi fatalínunnar Define the line, Gurrý Jónsdóttir, snyrtifræðingur, og Sólrún Diego eru nú staddar í París í árshátíðarferð Spjallsins. Spjallið er hlaðvarpsþáttur þrennunnar sem þær lýsa sem vinkonuspjalli um allt og ekkert.
Á Instagram segir Lína Birgitta meðal annars frá því í story að þær hafi pantað lífvörð þar sem Gurrý hafi ekki viljað láta ræna sér í París.
„Stórfurðuleg staðreynd í þessari ferð. Þessi hér var að leigja lífvörð, hún er rosalega móðursjúk hún Gurrý,“ segir Lína Birgitta. „Þökk sé móður minni,“ skýtur Gurrý inn í. „Hann var með okkur áðan og að passa að enginn kæmi nálægt okkur, við ætlum að fara út að borða og kíkja smá á djammið. Hann Richard er að bíða niðri, hann er vel þjálfaður og með plan fyrir kvöldið.
„Mér líður betur, ég er öruggari, mig langar ekki að láta ræna mér í París, ég nenni ekki öðru Taken,“ segir Gurrý.