fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fókus

Refsaði dóttur sinni fyrir að vera ástfangin með að loka hana inni í aldarfjórðung – Fannst liggjandi í eigin saur aðeins með rottur sem félagsskap


Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar lögreglumennirnir brutu upp dyrnar að herberginu á háloftinu í hinu glæsilega einbýlishúsi Monnier fjölskyldunnar,  mætti þeim svo hræðilegur fnykur að þeir kúguðust. 

Sjónin sem mætti þeim inni í myrkruðu herberginu var jafnvel enn verri en lyktin, það skelfileg að í það minnsta sumir lögreglumannanna áttu aldrei eftir að jafna sig að fullu.

Yfirstétt Parísar

Charles og Louise Monnier tilheyrði yfirstétt Parísarborgar á nítjándu öldinni, var afar virt og hafði aldrei borið blett á nafn fjölskyldunnar. Fjölskyldan gaf ríflega til góðgerðarmála, og hafði meira segja hlotið verðlaun fyrir starf sitt í þágu samfélagsins, var vel tengd inn i hina pólitísku elítu og hafði einkasonurinn, Marcel, verið afburðanámsmaður sem starfaði nú sem virtur lögmaður.

En Monnier hjónin áttu tvö börn. Auk Marcel áttu þau dótturina Blanche, fædda árið 1849, og var hún ári yngri bróður sínum.

Blanche Monnier þótti afar fögur.

Blanche þótti með afbrigðum falleg en einnig var henni lýst sem afar vel gefinn, blíðlyndri og vinalegri stúlku. Fjöldi ungra manna sóttist eftir samneyti við Blanche en án árangurs.

Monnier hjónin ýttu mjög á Blanche að taka við bónorði einhverra þeirra ungur yfirstéttarmanna sem gengu með grasið í skónum á eftir henni en Blanche þverneitaði

Ástin

Þegar að Blanche var 27 ára, árið 1876, varð hún yfir sig ástfangin.  Sá sem átti hjarta hennar var töluvert eldri en hún, tilheyrði ekki yfirstétt Parísar, og var fremur fátækur lögmaður.

Þetta fannst stjórnsamri móður hennar ekki viðeigandi og því batt hún dóttur sína fasta við rúmið uppi á háalofti, dró gardínurnar fyrir og læsti dyrunum með hengilás.

Sagði hún við dóttur sína að þar skyldi hún dúsa þar til hún færi að vilja hennar og giftist manni úr sömu þjóðfélagsstétt og hún tilheyrði.

En Blanche Monnier gaf sig aldrei.

Ekki er vitað hvaða hlutverk faðr hennar, Emile Monnier, lék í þessu öllu en hann var háttsettur og virtur stjórnandi við listaakademíuna í Poitiers í Frakklandi þar sem fjölskyldan bjó.

Kona hans var afar stjórnsöm og talið líklegt að hann hafi kosið að loka augunum fyrir ástandinu á heimilinu.

Hann lést 1879, og hafði þá Blanche verið læst inni í þrjú ár, en eiginkona hans og sonur þeirra, Marcel Monnier, héldu Blanche innilokaðri og misþyrmdu allt þar til lögreglan frelsaði hana, aldarfjórðungi síðar.

Aldarfjórðungur af hryllingi

Á fyrstu árunum í herberginu átti Blanche það til að öskra eins hátt og hún gat í örvæntingu sinni og heyrðu nágrannarnir í þessu fína hverfi oft öskrin.

Móðir hennar sagði þeim að Blanche væri því miður orðin geðveik, en á þessum tíma var ekki óalgengt að geðveikir væru læstir inni og haldið fjarri samfélaginu. Og smám saman gleymdist Blanche Monnier.

Í öll þau ár sem hún var bundin við rúmið fékk hún aðeins matarleifar af borði fjölskyldunnar og oft liðu margir dagar á milli máltíða.

Hún hafði ekki aðgang að salerni og var aldrei þrifin.

Það var nafnlaust bréf, sem var sent til ríkissaksóknarans, sem varð til þess að lögreglan fór að athuga með Blanche.

Mynd sem tekin var nokkrum mínútum eftir að Blance fannst.

Vantrú

Í bréfinu kom fram að móðir Blanche hefði árum saman haldið henni fanginni. Sú kenning hefur notið töluverðrar hylli að það hafi verið bróðir BlancheMarcel, sem skrifaði bréfið því hann hafi verið búinn að fá sig fullsaddan af meðferð móður sinnar á Blanche.

Aðrir vilja meina að einhver af þjónustufólkinu á Monnier heimilinu hafi skrifað bréfið.

En það veit enginn með vissu.

Þegar ríkissaksóknarinn afhenti lögreglunni bréfið átti hún erfitt með að trúa því þar sem Monnier-fjölskyldan var í efstu lögum samfélagsins og naut mikillar virðingar. En lögreglan ákvað nú samt sem áður að kanna málið og það varð Blanche til lífs.

Málið vakti gríðarlega athygli.

Það sem mætti lögreglu

Herbergið var almyrkvað en annar lögreglumaðurinn þreifaði sig að glugganum, reif þykkar gardínurnar niður og opnaði gluggann til að lofta út.

Um leið og birtan streymdi inn mætti þeim sjón sem fékk innyflin til að gera uppreisn. Allt var í rúst í herberginu, matur flaut um gólfið, rottur hlupu um á milli rotnandi matarleifa og þvags og saurs.

Ofan á þessu voru hungraðir maðkar og bjöllur. En þetta var ekki það hræðilegasta sem lögreglumennirnir sáu.

Í viðbjóðslega skítugu rúmi lá allsnakin kona og var hún bundin föst.

Hún lá í eigin saur í bókstaflegri merkingu og þegar dagsbirtan opnaðir voru læstir hlerar herbergisins og dagsbirtan kom inn tók Blanche fyrir augun og öskraði af sársauka, enda ekki litið bjartan dag í 25 ár.

Hennar einu félagar í viðbjóðslegu herberginu voru lýs og rottur.

Blanche pírði augun sér til verndar og reyndi um leið að hylja nakinn og magran líkamann með skítugu teppi.

Blanche eyddi það sem eftir lifði á hæli.

Geðveiki, dauði og sýknun

Hún var 52 ára þegar lögreglumennirnir frelsuðu hana úr þessari prísund þann 25. maí 1901. Þá hafði hún verið í herberginu í 25 ár, algjörlega einangruð frá umheiminum og aðeins fengið að hafa samband við móður sína og yngri bróður.

Var þá hennar heittelskaði löngu látinn, vissu móðir hennar og bróðir af því en héldu Blance samt sem áður innilokaðri.

Þegar Blanche var vafin inn í teppi og ekið á sjúkrahús þennan dag í maí 1901 vó hún aðeins 23 kíló og var ófær um að tjá sig.

Þótt ótrúlegt megi virðast náði Blanche sér að mestu líkamlega en andlega var hún svo illa farin að hún eyddi því sem hún átti eftir ólifað á geðsjúkrahúsi í París og þar lést hún í október 1913, 64 ára að aldri.

Móðir hennar lést af völdum hjartaáfalls tveimur vikum eftir að lögreglan frelsaði Blanche úr prísundinni. Marcel, sem var þekktur lögmaður og fjölskyldufaðir, var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í ofbeldinu.

Hann áfrýjaði dómnum og var síðan sýknaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“

Jói Fel trúlofaði sig á Miami – „Allt eins og það á að vera“
Fókus
Í gær

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll

Halla myndi velja fiskibollur í brúnni sem eilífðarmat, leiðist þrif og hreyfingin er Akkilesarhæll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni

Auður Gísla og Elvar Freyr eiga von á barni