fbpx
Miðvikudagur 16.október 2024
Fókus

„Ég lem stundum hausnum í vegginn við að reyna að átta mig á hvað er að gerast í þessum kvenhausum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. apríl 2023 09:59

Ásdís Rán og Brynjar Karl. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuknattsþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur gjarnan verið þekktur sem umdeildasti þjálfari landsins. Heimildarmyndin „Hækkum rána“ fjallar um þjálfunaraðferðir Brynjars, sem hafa lengi verið umdeildar og gagnrýndar. Meðal annars af Söru Pálmadóttur, fyrrverandi landsliðsmaður í körfuknattleik.

Sjá einnig: Brynjar umdeildur – Lofaður fyrir að valdefla stúlkur en gagnrýndur fyrir að afreksvæða íþróttir ungra barna

Brynjar Karl er nýjasti gestur Ásdísar Ránar í hlaðvarpsþættinum Krassandi Konur. Í þættinum fara þau um víðan völl og ræða meðal annars um lykilvenjur í þjálfun og stjórnun, hvar skal leggja línurnar og hvort það sé í lagi að þjálfa stelpur eins og stráka.

Brynjar segir í þættinum að Aþena, körfuboltafélag í Breiðholti, sé eini klúbburinn á landinu sem setur stúlkur í fyrsta sæti. Hann er þjálfari liðsins.

„Mér skilst að þú þjálfir stelpur alveg eins og þú þjálfar stráka,“ segir Ásdís í þættinum.

„Já, ég geri það. Ég hef oft rætt þetta við samstarfsfélaga og þeim finnst þetta flott og finnst vera jafnrétti í þessu. En svo oftar en ekki kemur það líka fyrir að maður fær kvenkyns leikmenn á yngri árum sem eru að ganga í gegnum sýnilegan kvíða sem er að halda aftur af þeim. Mér finnst það algengara stelpu megin og þá sérstaklega í kringum 10 til 11 ára aldurinn. Þá geta verið sérstakar áskoranir varðandi sjálfsmyndina. Það er alveg geggjað að þurfa að reyna að skilja þetta. Ég lem stundum hausnum í vegginn við að reyna að átta mig á hvað er að gerast í þessum kvenhausum. Á einhverjum tímapunkti var mér sagt að stelpur séu í íþróttum af öðrum forsendum, að þær væru þarna meira út af félagsskap, en ég er ekki alveg sammála því.“

Hörð eftir sveitauppeldi

Ásdís Rán segir sína skoðun á málinu. „Já, ég er sammála því að stúlkur á milli 10 til 13 ára eru oft í einhverri klípu þegar hormónin eru að byrja að spýtast út í líkamann. Akkúrat á þeim aldri eru þær að byrja að stækka og byrja á blæðingum. Þetta ruglar öllu kerfinu og alls konar einkenni geta komið fram, til dæmis kvíði, þunglyndi og brenglaðar hugsanir. En svo líður þetta yfirleitt hjá eftir þrettán ára aldurinn, þegar það er komið meira jafnvægi á hormónin eða þegar þær hætta að stækka,“ segir hún og bætir við að henni finnst rétt hjá Brynjari að „ala upp í þeim aga og ákveðni.“

„Ásamt því að læra að standa með sjálfri sér og ekki vera einhver kettlingur á vellinum, eða bara lífinu. Ég til dæmis held að ég sé svona hörð því ég er alin upp í sveit og það var ekkert fokking væl tekið gilt, og í dag væli ég aldrei. Ég kvarta ekki né afsaka mig og hef ekki áhuga því. Ég held bara áfram og það leiðinlegasta sem ég veit um eru svona vælandi týpur sem vorkenna sjálfum sér alla daga ársins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvar er Nökkvi Fjalar? – 460 manns hurfu af vinalistanum

Hvar er Nökkvi Fjalar? – 460 manns hurfu af vinalistanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Skellti í sexí og sjóðandi sturtumyndband

Vikan á Instagram – Skellti í sexí og sjóðandi sturtumyndband