fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Milljónir á milljónir ofan, svik og ævintýralegt fjölmiðlaklúður – Furðusagan af dagbókum Hitlers

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 3. apríl 2023 22:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fjórum áratugum fóru fjölmiðlar hreinlega á hliðina þegar fréttist að persónulegar dagbækur Adolfs Hitlers hefðu fundist. Og það hvorki meira né minna en 60 bindi úr innstu hugarheimum eins hræðilegasta einræðisherra allra tíma. 

Dagbækurnar voru sagðar hafa fundist i Austur-Þýskalandi, nánar tiltekið i gömlu flugvélaflaki.

Gríðarlegar fjárhæðir

Hið virta þýska dagblað Stern greiddi sem samsvarar 513 milljónir íslenskra króna fyrir dagbækurnar árið 1983 og seldi svo birtingarrétt til annara fjölmiðla.

Meðal annars greiddi hið vel þekkta breska dagblað Sunday Times um 140 milljónir fyrir réttinn. 

Þann 25. apríl 1983 birti Stern fyrstu kaflana úr dagbókunum og pantaði til öryggis tvær milljónir eintaka af blaðinu þann daginn til að anna eftirspurn. Sunday Times fór sömu leið.

En um leið og dagbækurnar voru birtar hófu margir að efast um að um væri ræða raunverulegar dagbækur Hitlers. Sérstaklega voru sagnfræðingar gagnrýnir og fóru ekki i felur með þá skoðun sína. 

Ekki aftur!

Eigendur Sunday Times fengu hroll við tilhugsunina um að dagbækurnar væru falsaðar.

Blaðið hafði nefnilega áður keypt dagbækur háu verði árið 1968. Var þá um að ræða dagbækur eignaðar ítalska einræðisherranum Mussolini en reyndust þær falsaður og skaðaði það ímynd blaðist gríðarlega. Var það lengi vel dregið sundur og saman í háði. 

Forráðamenn Sunday Times gátu ekki hugsað þá hugsun til að enda að sú saga endurtæki sig. 

Trevor-Roper til bjargar

En þá steig fram maður að nafni Hugh Trevor-Roper. Hann hafði skrifað heimsþekkta og margverðlaunaða bók um Hitler árið 1947, The Last Days of Hitler, og var talinn fremstur allra sagnfræðinga um allt er varðaði Adolf Hitler. 

Trevor-Roper var hikandi í fyrstu en eftir að hafa lesið nokkra kafla og fengið staðfestingu hjá Stern að blaðið hefði látið aldursgreina pappírinn – sem reyndar var lygi – kvað Trevor-Roper upp þann dóm að dagbækurnar væru í raun og sann Hitlers. 

Sunday Times mönnum var létt.

Hugh Trevor-Roper. Mynd/Getty

Fyrsta að Hugh Trevor-Roper sagði bækurnar ófalsaður, hlyti það að vera rétt. 

Risaklúður Stern

En Stern hafði ekki aðeins klikkað á því að láta aldursgreina gögnin og fá rithandarsérfræðinga til að fara yfir textann. Forráðamenn blaðsins höfðu í fljótfærni sinn og æsingi yfir að komast yfir dagbækurnar, einnig alveg látið vera að kanna betur uppruna dagbókanna.

Þeir höfðu ekki spurt um nafn flugvélarinnar, hvar hún hefði fundist, né hver hefði upprunalega fundið dagbækurnar sem síðar rötuðu inn á borð til þeirra, gegn gríðarlega hárri fjárhæð.

Þýsk stjórnvöld stigu því inn í málið enda gat birting dagbókanna brotið þýsk lög sem banna allt sem gæti flokkast sem nasistaáróður. 

Stern lét því stjórnvöld fá þrjár bókanna og fengu þýsk yfirvöld heimsins færustu sérfræðinga til að fara yfir bækurnar. Það tók hópinn svo að segja enga stund að lýsa því yfir að dagbækurnar væru falsaðar. 

Í skýrslu þeirra segir að ekki sé um rithönd Hitlers að ræða, bæði pappír og blek í bókunum hefði verið framleitt löngu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar, pappírinn hefði verið bleyttur í venjulegu tei til að láta hann virka eldri.

Auk þess var að finna fjölda staðreynda sem talið er útilokað að Hitler hafi haft neina vitneskju um. 

Það var meira að segja stafsetningarvilla í nafni Hitlers á einum stað en yfirleitt getur fólk nú stafað nafn sitt. 

Jafnvel truflaði fjöldamorðingjar á við Adolf Hitler. 

Sannleikurinn kemur í ljós

Dagbækurnar voru í raun skrifaðar á milli áranna 1981 og 1983 af manni að nafni Konrad Kujau. Sá kallaði sig oft Herr Fischer og kynnti sig sem virtan safnara sjaldgæfra muna og listaverka. 

Hann hafði lengi dundað sér við að falsa málverk sem hann seldi sem verk Hitlers en DV hefur áður birt grein um falsanir á málverkum einræðisherrans. 

Trúverðugleiki Stern hreinlega sturtaðist niður í klósetti á núlleinni og tveir af hæstsettustu ritstjórum blaðsins voru reknir. Sama mátti segja um Sunday Times, sem rak starfsmenn hægri og vinstri og krafðist endurgreiðslu frá Stern

Hugh Trevor-Roper var svo að segja útilokaður úr hópi fræðimanna, enginn vildi gefa út bækur hans, og ferli hans sem sagnfræðingi lauk. 

Hitler diaries' proved to be forged – archive | Germany | The Guardian
Konrad Kujau í réttarsal.

Konrad Kujau og blaðamaður á Stefn, Gerd Heidemann, sem hafði gert samninginn um kaup á bókunum voru handteknir og báðir dæmdir fyrir þjófnað og falsanir.

Voru þeir báðir dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Kujau játaði á sig falsanirnar og Heidermann hélt ávallt fram sakleysi sínu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna