fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Segir að fölnuð vinátta við Kate Winslet hafi verið sárari en sambandslit

Fókus
Föstudaginn 21. apríl 2023 14:00

Melanie Lynskey

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýsjálenska leikkonan Melanie Lynskey hefur skotist upp á stjörnuhiminn að nýju eftir velheppnað innkomu í sjónvarpsþáttaröðinni The Last of Us og ekki síður vegna hlutverks hennar í þáttunum Yellowjackets sem hlotið hafa talsvert lof.

Á dögunum vakti viðtal við hana í hlaðvarpinu Happy Sad Confused talsverða athygli en þar opnaði hún sig um vináttu sína við stórleikkonuna Kate Winslet á árum áður og hversu sárt það hafi verið að samband þeirra hafi fjarað út.

Melanie og Kate fóru með aðalhlutverkin í kvikmyndinni Heavenly Creatures í leikstjórn Peter  Jackson árið 1994 en þá voru þær báðar svo til óþekktar leikkonur.

Melanie Lynskey gekk í endurnýjun lífdaga í þáttunum The Last of Us

Mikil og góð vinátta myndaðist milli leikkvennanna á meðan tökum stóð en þremur árum síðar hlaut Kate alheimsfrægð fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni Titanic og hefur ekki litið tilbaka síðan. Verkefnin hrúguðust inn og tíminn varð af skornum skammti.

„Þegar ég missti sambandið við Kate þá fylgdi því meiri sársauki en við sum sambandsslit sem ég hef upplifað. Það var svo sárt. En það gerðist ekkert milli okkar. Hún var bara ein stærsta kvikmyndastjarna heims og hafði engan tíma aflögu. Og sambandið fjaraði bara út, eins og í öðrum sambandböndum þegar fólk vex í sundur,“ segir Melanie í viðtalinu.

Hún segir að það hafi spilað inn í að þetta var eitt af hennar fyrstu verkefnum og hún var ekki orðin sjóuð í því hvernig kvikmyndabransinn virkar. Fólk vinnur náið saman í einhverjar vikur eða mánuði að einhverjum verkefnum en svo þegar því er lokið þá tvístrast hópurinn og fólk hverfur til annarra starfa. Það hafi reynst eftir.

„Ég var alltaf svo sár að tapa þessum nánu samböndum sem ég hafði myndað en það er orðið auðveldara í dag,“ segir Melanie.

Leiðir hennar og Kate hafi nánast ekkert legið saman síðan en það gæti breyst í ljósi þess að frægðarsól Melanie fer ört vaxandi.

 

Hér má hlusta á viðtalið við Melanie Lynskey

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikarinn sem sló í gegn og flúði svo Bandaríkin – „Ég vil vera ósýnilegur“

Leikarinn sem sló í gegn og flúði svo Bandaríkin – „Ég vil vera ósýnilegur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Val Kilmer er látinn

Val Kilmer er látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir