fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Mercy Brown hefur verið kölluð „síðasta vampíran“- Saug hún lífið úr fjölskyldu sinni eða var hún saklaust fórnarlamb þjóðsagna?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 21. apríl 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Löngu áður en myndir á við Twilight seríuna gerðu vampírur svalar var til fólk, og það mikill fjöldi, sem raunverulega trúði á vampírur. Og hræddist fátt meira. 

Ógnin sem stafaði af þessum blóðþyrstu verum næturinnar, sem aldrei var að vita hvenær birtust og gerðu leifturárás, var djúpstæð til margra alda. Ekki síst í austurhluta Evrópu þar sem fátt skelfdi jafn mikið og tilhugsunin um að lenda í slíkri árás. Tilhugsunin að bæta jafnvel í hóp þeirra var verri en dauðinn.

Mynd/Getty

Aldagamlar sögur

Sögur af einhvers konar vampírum hafa verið til í hundruð, jafnvel þúsundir, ára. Um var að ræða ýmis konar útgáfur af djöflum, sem yfirleitt tóku yfir mannslíkama annaðhvort látinnar eða jafnvel lifandi manneskju, og nærðust á mannablóði.

En hugmyndin um vampírur, eins og við þekkjum í dag, á rætur sínar að rekja til austur-Evrópu sautjándu og átjándu aldar en dreifðist um heim allan.

En af þekktustu sögum af vampírum er saga Mercy Brown, sem kölluð var ,,síðasta vampíra Nýja-Englands.” Talið er að hún skarti þeim vafasama heiðir að hafa verið innblástur, eða hluti af innblæstri, hinnar þekktu sögu Bram StokerDracula.

Hún er einnig þekkt sem síðasta kvenkyns vampíran. Og það vel þekkt.

Saga Mercy er furðuleg, óhugnanleg og dapurleg.

En sönn.

Mercy Brown varð aðeins 19 ára.

Hörmungar Brown fjölskyldunnar

Á 19. öld voru berklar stærsti orsakavaldur dauðsfalla í heiminum. Aðeins innan við 20% þeirra sem fengu sjúkdóminn lifðu hann af. Og af einhverjum ástæðum varð berklafaraldurinn til þess að út braust, svo að setja stjórnlaus, vampíruótti.

Þessi ótti var bundin við ákveðin lönd og landssvæði en var hvað mestur í Nýja-Englandi, sem þá var kallað, í Bandaríkjunum. Samanstendur svæðið af fylkjunum ConnecticutMaineMassachusettsNew HampshireRhode Island og Vermont.

Í smábænum Exexter í Rhode Island bjó bjóndi nokkur að nafni George Brown ásamt konu sinni. Mary Elizu og þremur börnum, dætrunum Mary Olive og Mercy og syninum Edwin, sem var þeirra yngstur.

Árið 1884 fékk Mary Eliza berkla, hún leið miklar þjáningar og ældi upp blóði áður en hún lést sársaukafullum dauðsdaga.

Tveimur árum síðar fékk elsta barnið, dóttirin Mary Olive einnig berka. Fór hún sömu leið og móðir sín.

Málið fékk athygli í samfélagsmiðlum og geymdu meðlimir Brown fjölskyldunnar öll gögn.

Sá sem eftir lifði

Brown fjölskyldan var eðlilega full sorgar og söknuðar en blessunarlega virtist berklabölvunin hafa yfirgefið fjölskylduna. Það er að segja allt til ársins 1891.

Þá fékk sonurinn, Edwin, sjúkdóminn. Edwin var þá uppkominn og giftur og höfðu þau hjón heyrt að heitt loftslag gæti læknað sjúkdóminn. Tóku þau sig til og fluttu í hitann í Colorado Springs.

Edwin virtist skána mjög í Colorado, og var heilsa hans orðin það góð að ári liðnu að þau hjón ákváðu að snúa heim til Exeter.

En fljótlega eftir heimkomuna versnaði Edwin til muna og þjáðu berklarnir hann nú meira en nokkru sinni fyrr. Hafði þá eftirlifandi systir hans, Mercy, einnig fengið berkla sem drógu hana hratt til dauða.

Eins og gefur að skilja var George Brown frá sér af sorg eftir að hafa séð að baki svo að segja allri sinni fjölskyldu í gröfina.

Mynd/Getty

Hinn örlagaríki fundur

Hópur fólks í bænum kallaði George á fund sinn og sagði honum að gömul þjóðsaga segði að ef allir meðlimir einnar fjölskyldu féllu frá af völdum berkla, væri það næsta víst að einum af hinum dánum fjölskyldumeðlimum væri um að kenna.

Sá væri dauður, en þó lifandi, hefði breyst í skuggaveru sem sogaði til sín líf ættingja sinna.

Það væri því ljóst að annaðhvort eiginkona George, eða önnur hinn látnu dætra hans, bæru ábyrgð á versnandi ástandi Edwins og myndi sú næsta örugglega verða honum að bana.

George hafnaði í byrjun allri slíkri vitleysu og sagðist frekar kjósa að tala við lækna en að hlusta á slíkt kellingaþvaður.

En læknar gátu ekkert gert fyrir Edwin sem nú var við dauðans dyr. Edwin var eini eftirlifandi ættingi George og örvænting hans slík að hann var nú til í reyna hvað sem var til að halda syni sínum á lífi. Sínu eina eftirlifandi barni.

Læknirinn gafst upp 

Þannig að nótt eina hélt George í kirkjugarðinn ásamt nokkrum bæjarbúum. Tilgangurinn var að grafa upp eiginkonu George og dætur til að kanna ástandi á líkum þeirra. Einnig var læknir með í för, Harold Metcalf af nafni, en hann hafði boðist til að koma með til að tryggja að ástandið færi ekki úr böndunum.

Bauðst hann til að kryfja allar þrjár konurnar í von um að ljúka þessari vitleysu, eins og hann taldi vera í gangi.

Eiginkona Geroge, Mary Eliza, og eldri dóttir, Mary Olive, voru lítið annað en beinin ein.

En Mercy leit aftur á móti út eins og hún hefð verið lögð til hvílu daginn áður. Var litla sem enga rotnun að finna og ekki bætti úr skák þegar að læknirinn varð að viðurkenna að fremur ferskt blóð væri að finna í hjarta og lifur Mercy.

Bæjarbúar voru þess fullvissir um að um væri að ræða blóð úr bróður hennar, Edwin, og væri Mercy að sjúga úr honum líftóruna.

Mynd/Getty

Einföld skýring en enginn hlustaði

Í raun var um afar einfalda skýringu að ræða.

Móðir hennar og systir höfðu verið jarðsettar að sumri til en Mercy um hávetur. Því hafði lík hennar frosið í stað þess að rotna strax i hitanum.

Metcalf læknir reyndi árangurslaust að útskýra ofangreint fyrir bæjarbúum en enginn vildi hlusta. Marcy var augljóslega vampíra.

Í þá daga voru nokkrar leiðir taldar öruggar til að stoppa af illvirki vampíra. Ein þeirra var einfaldlega að snúa líkinu á hvolf í kistunni til að ,,vampíran” kæmist ekki út. Önnur, og ógeðfelldari leið var að afhöfða líkið og fjarlægja úr því innyflin.

Bæjarbúar tölu ekki nóg að snúa Mercy og kröfðust þess að höfuð hennar yrði fjarlægt svo og innyfli hennar. Læknirinn, sem áttaði sig á að hann var búin að missa alla stjórn á málum og ekki nokkur maður hlustaði á skýringar hans, játaði beiðninni. En aðeins með leyfi föður hennar.

Var látin éta ösku systur sinnar

George Brown gaf í örvæntingu sinni leyfið og var lík hennar því afhöfðað og innyfli fjarlægð og brennd.

Síðan var aska líffæranna bönduð vatni og aumingja Edwin, sárkvalinn og við dauðans dyr, látinn éta blönduna ógeðfelldu. Bæjarbúar biðu með öndina í hálsinum. Myndi þetta duga til að lækna Edwin?

En Edwin bara versnaði og þrátt fyrir harða og erfiða baráttu, lést hann tveimur mánuðum síðar

Þá fyrst var talið öruggt að jarða aftur Mercy. Eða það sem eftir var af henni.

Alltaf þekkt sem ,,síðasta kvenvampíran“

Þótt að mál Mercy Brown sé hvað þekktast er ekki spurning um að fjöldi sambærilegra atvita átti sér stað um heim allan. Hugsanlega hafa hundruð, ef ekki þúsundir, líka verið grafin upp og fengið sömu meðferð og aumingja Mercy.

Ástæðan fyrir hversu þekkt mál Mercy er, er að aðrir meðlimir Brown fjölskyldunnar, fólk sem ekki var sátt við uppgröft Mercy, skráðu allt ferlið samviskusamlega niður. Þau söfnuðu einnig úrklippum úr samtímaheimildum, til að mynda fjölmiðlum, um málið og hafa þessi gögn gengi kynslóð fram af kynslóð í fjölskyldunni.

Saga Mercy hefur verið uppistaða að meira eða minna leyti í fjölda smásagna, skáldsagna og  kvikmynda.

Leiði Mercy er vinsælt meðal túrista, ekki síst til mynda á samfélagsmiðla.

Enn flykkjast túristar til Exeter til að líta leiði Mercy Brown augum. Grafsteinn hennar er steyptur niður auk þess að vera festur tryggilega með stálvírum til að tryggja að honum sé ekki stolið.

Því það hefur verið reynt að stela honu, og það nokkrum sinnum, væntanlega af fólki í leit að minjagrip um þennan óhugnanlega atburð.

Sumir skilja eftir blóm eða litlar gjafir. Við leiðið er einnig að finna ílát og geta þeir sem vila skrifað Mercy línu og skilið þar eftir. Enn aðrir hafa varann á ogt taka með sér krossa og hvítlauk, svona til öryggis, enda segir sagan að ekki vaxi gras á leiði Mercy.

En það er óneitanlega átakanlegt að stúlkunnar, sem lést í blóma lífsins úr hræðilegum sjúkdómi, sé  minnst í sögunni sem vampíru.

Sem hún örugglega ekki var…..eða hvað?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun