fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Elizabeth var frumkvöðull í rannsóknarblaðamennsku: Þóttist biluð á geði til að kanna aðstæður á geðveikrahæli en var ekki hleypt úr

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 12. apríl 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elizabeth Seaman tók starf sem blaðamaður mjög alvarlega. Hún brann fyrir starf sitt og var einn helsti brautryðjandi alvöru rannsóknarblaðamennsku. 

Elizabeth fæddist árið 1864 í Pennsylvaniufylki. Hún var þriðja barn föður, vel efnaðs kaupsýslumanns, af  seinna hjónabandi en hann hafði átt hvorki meira né minna en tiu börn í því fyrra.

Hún var aftur á móti fyrsta dóttir móður sinnar, Mary Jane, sem alltaf hafði dreymdi um að eignast stúlkubarn.

Mary Jane klæddi því Elizabeth alltaf í blúndur og bleikt, krullaði á henni hárið daglega og var Elizabeth reyndar eins og dúkka móður sinnar.

Fékk hún því snemma viðurnefnið Pink.

Það var ekki fyrr en að hún hóf störf sem blaðamaður að ritstjóri benti henni henni á að kannski ekki við hæfi að merkja greinarnar sínar Pink að hún tók upp nafnið Nellie Bly, nafnið sem hún átti eftir að verða heimsþekkt fyrir.

En í greininni er haldið sig við skírnanafn hennar.

Frumkvöðull á mörgum sviðum

Hún var með fyrstu kvenkyns blaðamönnum og má segja að hún sé með þeim allra fyrstu, bæði meðal karla og kenna til að dýfa sér af alvöru í rannsóknarblaðamennsku.

En Elizabeth átti einnig eftir að láta til sín taka í viðskiptum, barðist fyrir réttindum kvenna og var virtur vinur flestra áhrifamestu samtíðarmanna sinna.

Elizabeth var alltaf ákveðin í að standa aldrei karlkyns kollegum sínum að baki.

Hvort tengsl hafi verið milli þeirrar ákveðni og bleiku blúndukjólanna í æsku er erfitt að segja til um.

Nei takk við blómaskreytingum

Elizabeth lét snemma til sín taka í blaðamennskunni.

Í byrjun ferils síns á blaðinu Pittsburg Dispatch skrifaði hún kvenréttindi, sérstaklega á vinnumarkaði, og líf verksmiðjustúlkna, jafnt innan sem utan vinnu. En með slíkum skrifum var hún umsvifalaust sett í „kvennafréttir”, það er að skrifa um tísku, uppskriftir og blómaskreytingar.

Elizabeth taldi að með slíku var blaðamannaferill hennar sjálfdauður, sagði upp á Pittsburg Dispatch, flutti til New York og ákvað að spreyta sig á erlendum málefnum.

Hún hélt því til Mexíkó árið 1886 en það sem það þótti alls ekki við hæfi að 21 árs stúlka stúlka héldi í slíkt ferðalag ein, fór móðir hennar með henni sem velsæmisvörður.

Hún skrifað  fjölda fróðlegra greina frá Mexíó, meðal annars um menningu landsins, náttúru og landafræði, fatnað, siði og síðast en eki síst, spillingu i stjórnmálum landsins.

Hún skrifaði síðar bók um ferðina sem hét Six months in Mexico.“

Í kringum jörðina á 72 dögum

Árið 1887 hóf Elizabeth störf hjá margverðlaunuðu dagblaði í New York, World.

Af öllu því sem Elizabeth afrekaði er tvennt sem hún er þekktust fyrir.

Annað þeirra er heimsreisa hennar.

Árið 1888. þegar Elizabeth var 24 ára, ung, hvatvís og nýbúin að lesa ból Jules Verne, „Í kringum jörðina á 80 dögum,“ ákvað hún að gera betur. Með tveggja daga fyrirvara pakkaði hún saman lágmarks nauðsynjum og hélt af stað.

Henni tókst að ljúka ferðinni á 72 dögum og skrifaði hún einnig bók um ferð,

Það var heimsmet en Elizabeth átti metið ekki lengi því aðeins nokkrum mánuðum síðar fór maður nokkur í kringum hnöttinn á 67 dögum.

Fékk hugmynd fyrsta daginn 

Hitt sem Elizabeth er frægust fyrir er vistin á geðveikrahælinu

Árið fyrir heimsreisuna, 1887, var uppi orðrómur um að illa væri farið með fólk á geðveikrahælum New York borgar, og vafalaust víðar.

Elizabeth var varla stigin fæti inn á sinn nýja vinnustað, World, þegar henni tókst að sannfæra ritstjóra um hún væri rétta manneskjan í að komast að því hvernig meðferðin á konum á geðveikrahælum New York væri.

Elizabeth, aðeins 23 ára gömul, flutti þá inn á ódýrt gistiheimili fyrir konur, undir nafninu „Nellie Brown.“ Gistihúsið var einkum ætlað þeim eru áttu við erfiðleika að stríða, einkum andlega, og voru efnalitlir.

Elizabet hóf þegar að haga sér furðulega. Hún talaði við sjálfa sig, þóttist eiga ósýnilega vini og tók reiðiköst á milli þes sem hún faðmaði aðra íbúa hússins.

En það var það mikið af furðufuglum á gistihúsinu að Elizabeth þótti ekkert skrítnari en aðrir.

Hún gaf þá verulega í undarlega hegðun, fór að ógna öðrum íbúum gistihússins, og kallað forstöðukona hússins loksins á lögreglu.

Loksins á hæli

Hún var fyrst send á hið þekkta Bellevue geðsjúkrahús til að unnt væri að gera mat á geðheilsu hennar.

Elizabeth var það sannfærandi að læknar Bellevue voru þess fullvissir um að „Nellie” væru húrrandi klikkuð, það klikkuð reyndað að það spurðist út og komu forvitnir blaðamenn að sjúkrahúsinu í von um að berja „Nellie” augum og ná mynd.

Elizabet var guðslifandi fegin að vera loksins vera álitin nógu geðveik fyrir dómi til að vera send á Blacwell geðveikrahælið fyrir konur.

Hún hafði þá lokið fyrra hluta verkefnisins, það er að haga sér nógu einkennilega til að vera lögð inn, en þá hófst næsti hluti verkefnisns.

Hún ætlaði að haga sér fullkomlega eðlilega á hælinu í tíu daga og sjá hvað gerðist.

Elizabeth skrifaði síðar að þá hefði furðulegir hlutir tekið við.

Frá þeim degi sem ég var lögð inn á Blackwell þótti ég æ geveikari eftir því sem ég talaði og hegðaði mér meira á venjulegan hátt. Ég hætti öllum leikaraskap þegar þangað var komið en samt mátu allir læknarnir mig mjög veika á geðii.  Allir nema einn sem ég mun aldrei gleyma vegna fagmennsku hans og gæsku.“

Elizabeth varð vitni að hroðalegum hlutum meðan á dvöl hennará Blackwell stóð,

„Sjúklingar voru sveltir, vannærðir og jafnvel beittir ofbeldi. Meðferðarúrræði voru fá sem engin og þeir sem þóttu ,,erfiðir fengu ekki þá umönnun sem þeir þurftu heldur var þeim vísað á dyr.”

Ekki hleypt út

En Elizabeth lenti í nokkru á hælinu sem hún hafði ekki gert ráð fyrir.

Þegar að hún hafði dvalið þá tíu daga sem hún hafði í upphafi ætlað sér, kynnti hún sig sem blaðamann og væri hún að rannsaka aðstæður sjúklinga.

En læknar geðsjúkrahússins trúðu henni ekki þrátt fyrir að Elizabeth hefði ekki sýnt neitt sem benti til geðrænna vandamála meðan á dvölinni stóð.

Þess í stað var hún sett í einangrun.

Elizabeth var orðinn býsna örvæntingarfull á þessum tímapunkti. Enginn trúði henni og því oftar sem hún ítrekaði nafn sitt, stöðu og vinnustað, því bilaðri var hún sögð vera.

Hvar er Elizabeth?

Að því kom að ritstjóra World var farið að lengja eftir Elizabeth, sem átti að vera komin til vinnu nokkrum dögum áður en aldrei sést.

Hann hafði því samband við hælið og komst að því að henni væri enn haldið þar fanginni, þvert á vilja hennar.

Það tók ritstjóra og lögfræðing blaðsins heilmikið stapp að fá Elizabeth lausa, sem þá var orðin grindhoruð og örmagna.

Elizabeth skrifaði greinaflokk um reynslu sína, Ten Days in a Madhouse,” eða Tíu dagar á geðveikrahæli, þar sem hún lýsti aðstæðum sjúklinga.

Greinaflokkurinn vakti gríðarlega athygli og má eflaust þakka Elizabeth að fljótlega eftir birtingu greinanna var lögum um geðsjúkrahús breytt, réttindi sjúklinga aukin, og öll læknismeðferð stórbætt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“