Sunnarlega í Flórída, innan um risastóra akra af sykurreyr og ár sem liðast um, fullar af krókudílum, er lítill bær, ólíkur öllum öðrum.
Hann heitir Miracle Village, eða Kraftaverkaþorpið, og eru langflestir íbúanna dæmdir kynferðisglæpamenn. Langflestir íbúanna eru karlmenn sem búa einir en einnig búa nokkrar fjölskyldur í þorpinu.
Það búa um 200 manns í bænum en nokkur hundruð manns hafa á búið í þorpinu á einhverjum tímapunkti.
Þorpinu berast 10 til 20 umsóknir um húsnæði á viku en aðeins um það bil ein þeirra er samþykkt. Samkvæmt reglum bæjarins mega íbúar ekki vera síbrotamenn, ekki bara brotið gegn börnum né hafa sýnt af sér ítrekað ofbeldi.
Bærinn var stofnaður árið 2009 af prestinum Dick Witherow , sem hafði starfað sem prestur í fangelsum í 30 ár en var áður einkaspæjari. Vildi hann búa til stað þar sem dæmir kynferðisglæpamenn gætu búið í friði og fengið endurhæfingu. Presturinn vildi einnig fræða almenning um íbúa bæjarins og minnka fordóma gegn þeim þeim er dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot.
Hann er nú látinn.
Órökrætt og ósanngjarnt?
Það getur nefnilega verið snúið fyrir einstaklinga sem eru á skrá sem kynferðisglæpamenn að finna sér húsnæði. Lög í Flórída mæla fyrir um að þeir megi ekk búa 1,6 til 4 km fjarlægð frá nokkrum þeim stað þar börn gæti verið að finna. Sem er snúið og kallaði presturinn sálugi það órökrétt og ósanngjörn lög.
Þótt að bærinn sé rekinn eftir kristilegri hugmyndafræði er ekki gerð krafa til þess að íbúar séu kristnir né taki þátt í kristlegum athöfnum.
Næsti bær er Pahokee og voru íbúar þar í fyrstu mjög á móti þessum nýju nágrönnum sínum og töldu þá, eðlilega myndu flestir telja, öryggi sínu og fjölskyldna sinna. Það gekk svo langt að íbúar sumir íbúar Pahokee hótuðu að misþyrma hverju þeim brotamanni sem flytti til nágrannabæjarins, íverustað hinna útskúfuðu.
En smám saman þiðnuðu samskiptin, og helst í gegnum kirkjustarf í bæjunum tveimur.
Það hófst með því að nýr prestur, Patti Aupperlee, tók við í meþódistakirkjunni í Pahokee og fór sú í messu, aðallega af forvitni, í Miracle Village.
Sjálf er Patti fórnarlamb kynferðisofbeldis en taldi það kristilega skyldu sína að kynna sér granna sína nánar.
Þar heyrði hún mann að nafni Chad Stoffel syngja og varð heilluð af rödd hans. Hún ræddi við hann eftir messu og komst að því að hann var fyrrverandi tónlistarkennari. Hún réð hann skömmu síðar sem kórstjóra í sinn söfnuð í Pahokee og í dag eru samskiptin það góð að sumir þeir er flytja frá Miracle Village fara ekki langt heldur til Pahokee og séu of margir samþykktir umsækjendur í Miracle Village en ekki nægilegt húsnæði þá stundina, þá fá þeir að búa í Pahokee þar til húsnæði losnar.
Fjölmiðlar velkomnir
Fjölmiðlafólk er að mestu leyti velkomið í bæinn og hafa flestir verið hissa á hversu ,,venjulegur” hann er. Og eru íbúar viljugur að ræða við fjölmiðlafólk.
Einn íbúi þorpsins, sagðist í sjónvarpsviðtali hafa átt í sambandi við 16 ára stúlku þegar hann var 19 ára. Sambandið að vilja beggja. En þar sem hún var undir lögaldri kærðu foreldrar stúlkunnar, hann var dæmdur og er nú á skrá yfir kynferðisbrotamenn.
Annar slíkur var einnig dæmdur 19 en var hans kærasta 14 ára.
Ofangreindur tónlistarkennari, Chad Stoffel, átti kynmök við 16 ára nemanda sinn.
Enn annars sagðist hafa nauðgað bróður sínum þegar þeir voru unglingar, ,,Það er ófyrirgefanlegt og ég mun aldrei geta bætt þann verknað upp.”
Flestir hafa sætt sig við tilvist bæjarins í dag og telja að þar sé unnið afar jákvætt starf.
Enginn íbúa hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot allt frá stofnun hans.