fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Thomas hefur í tæp 300 ár átt metið um stærsta nef mannkynssögunnar – Var hafður að háði og spotti og talinn „í hinu ömurlegasta ástandi fávitaskapar”

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 10. apríl 2023 19:04

Thomas þótti nefstór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Wadhouse gat státað af heimsins stærsta nefi en það mældist hvorki meira né minna en rétt rúmlega 19 sentimetrar að lengd. Fjöldi lækna mældi nefið og komust þeir allir að sömu niðurstöðu. 

Það má því teljast næsta öruggt að Thomas hafi haft rúmlega 19 sentimetra rana.  

Það met stendur enn og það er meira að segja að finna vaxstyttu af Thomas í hinu þekkta Ripley’s Believe It Or Not safni í London. 

Foreldrarnir systkini?

Thomas var Breti, og allt frá barnæsku gat fólk ekki annað en gónt á risastórt nef hans. 

Þegar að Thomas var ungur var næstum heil öld í að sýningar á svonefndum „fríkum” hæfust, en þær áttu eftir að slá rækilega í gegn löngu síðar. 

En hver var maðurinn með stóra nefið? Hver var Thomas Wadhous. 

Hann fæddist í kringum 1730 og segir sagan að foreldrar hans hafi verið systkini og hafi innræktun og óheppileg genablanda valdið stærðinni á nefinu. En enginn veit það fyrir víst. 

Vaxmynd af Thomasi.

Það var sjaldgæft, en ekki óþekkt, á þessum árum að einstaklingar rukkuðu gjald fyrir að láta góna á sig.  En Thomas slóst ungur í hóp annarra „fríka” sem höfðu fengið sömu hugmynd og ferðaðist Thomas með þeim um Bretlandseyjar.

Flykktist fólk að til að berja hið þjóðþekkta nef augum.

Það er meira að segja ítarleg grein um um hann í Anomalies and Curiosities of Medicine, bók sem var biblía læknastéttar 19. aldar þegar kom að alls kyns frávikum á mannslíkamanum. 

Ljónamaðurinn vildi verða tannlæknir

Margir félaga hans í sýningarhópnum þóttu með afbrigðum vel gefnir, sumir jafnvel með hálfgerða náðargáfu. Til dæmis talaði hinn þekkti Lionel Ljónamaður, sem raunverulega hét Stephan Bibrowski, fimm tungumál reiprennandi en hans stærsti draumur var að verða tannlæknir. 

Lionel talaði fimm tungumal en dreymdi um að verða tannlæknir.

Sama mátti segja um fleiri í hópnum, sem þóttu öllu klárari en maðalmaðurinn, en Thomas hafði allt annað orð á sér en félagar sínir.

Þrátt fyrir að hafa hugsun til að græða á útliti sínu þótti Thomas með afbrigðum heimskur og í læknaritinu, sem minnst er á hér fyrir ofan, segir að hann „lifi í hugarástandi sem einna best sé lýst sem hinu ömurlegasta ástandi fávitaskapar.”

Eins og hann hefði snýtt úr sér heilanum

Ýmislegt annað áhugavert var ritað um Thomas Wadhouse, enda var fólk heillað af þessum líkamsparti hans. 

Í tímariti, sem kom út árið 1897, segir að „ef að unnt væri að mæla verðmæti einstaklings út frá nefi hans þá væri Thomas ríkastur manna í Evrópu.”

En hæfileikar og greind Thomasar virðast ekki hafa verið í neinni hliðstæðu við stærð nefs hans og var hann því auðveldur skotspónn sjálfskipaðra grínista. 

Í sama tímariti er Thomasi einnig lýst á eftirfarandi hátt: 

 „Haka hans er veikluð og brúnir alltof lágar. Það er sem náttúran hafi lagt allan sinn kraft í að búa til risastórt nef á þetta undrabarn og ekki haft neina orku eftir til að gefa honum heila. Nema þá að hann hafi einhvern tíma haft heila en snýtt honum út úr þessu griðarlega stóra nefi.“

Það er ekki vitað hvernig Thomas rataði inn í hóp sýningarfólksins. Ef til vill gat hann ekki fengið vinnu vegna útlits síns eða þá vegna takmarkaðrar greindar. 

Hamingja?

Thomas lést um fimmtugt, ógiftur og barnlaus.. Fyrir utan greinar í blöðum og læknaritum er ekki til stafur á bók um raunverulegt líf hans. Hann lét ekki eftir sig dagbækur, minnisbækur né annað slíkt. 

Var Thomas raunverulega þetta illa gefin eða var hann þægilegt fórnarlamb til að leggja í einelti? Var hann læs og skrifandi? Gat verið að innræktun hefði valdið Thomasi skaða, bæði útvortis og í kollinum? Hvernig tók hann því að sífellt væri gert grín að honum og talað niður til hans? 

Mót af andliti Thomasar auk samtímamyndar.

Engar heimildir minnast á að Thomas hafi átti kunningja, hvað þá vini? Var hann ekki einmana? Þráði Thomas að elska og vera elskaður? 

Það læðist að manni grunur um að lífa Thomasar hafi ekki alltaf verið hamingjuríkt.

En þessum spurningum verður aldrei svarað. En metið stendur. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun