Marta María Winkel Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, segir að Hafdís Björg Kristjánsdóttir hafi farið með rangt mál í samtali við Ósk Gunnarsdóttur í morgun á FM957.
Í gær birti Smartland frétt að Hafdís og Kristján Einar Sigurbjörnsson væru par. Hafdís mætti í morgunútvarpið hjá FM957 í morgun og sagðist mjög ósátt við vinnubrögð Smartlands og að hún hafi beðið blaðamanninn, þá Mörtu Maríu, um að halda þessu leyndu.
Hins vegar segir Marta María að Hafdís hafi í raun staðfest sambandið, sent henni myndir af Kristjáni Einari til að nota með greininni og einnig fengið að lesa yfir greinina áður en hún var birt. DV hefur séð gögn sem staðfesta það.