fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Maðurinn sem gat snúið höfðinu um 180 gráður – Var hliðhollur nasistum, yfirgaf konur sínar og börn og græddi stórfé

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 31. mars 2023 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Joe Laurello gekk undir ýmsum nöfnum, meðal annars Hin mannlega ugla og Maðurinn með snúningshöfuðið. 

Það sem gerði Martin sérstakan var að hann snúið höfði sínu um 180 gráður, sem fæstum er gefið. Ástæðan var meðfædd hryggskekkja.

Eins og fjöldi annarra sem voru með áberandi fæðingagalla átti Martin eftir að sjá fyrir sér sem með sýningum í sirkusum, meðal annars Ripley’s Believe it or Not, Ringling Brothers og hinum heimþekkta sirkus, Barnum & Bailey.

Hann kom einnig fram á söfnum og í skemmtigörðum og dró ætíð að sér gríðarlegan hóp áhorfenda. Martin þótti einnig einkar liðtækur við að að þjálfa hunda til að framkvæma ýmis konar sirkuslistir, en einnig þjálfaði hann ketti í sama tilgangi. 

Það er ekki mikið um æsku og uppvaxtarár Martin Laurello né líf hans á fullorðinsárum fyrr en hann var komin vel yfir þrítugt. 

Hann hafði ekki alltaf þá getu að geta snúið kollinum á sér þetta líka svakalega.

Hann var þó alltaf með öllu liprari hálsvöðva en flestir en það tók hann þrjú ár af stanslausum æfingum áður en hann náði þeim 180 gráðum sem hann sóttist eftir.

Til þess þurfti hann meðal annars að æfa að losa um nokkra hryggjaliði, sem varla getur hafa verið mjög heilsusamlegt.

Hann gat ekki borðað með höfuðið snúið en bæði drukkið og reykt. Og ku hafa gert mikið af báðu. 

Hann var tvíkvæntur, fyrri kona kona hans var Laura (Precht) Emmertling og áttu þau einn son, Alexander, fæddan árið 1905. Þau skildu.

Árið 1921 tók hópur fólks frá meginlandi Evrópu sig saman og fór til Bandaríkjanna í leit að frægð og frama í sirkusheiminum enda Evrópa í rúst eftir fyrri heimsstyrjöldina.

Öll áttu þau sameiginlegt að hafa einhverja afar sérstæða líkamlega kvilla eða sérkenni. 

Hvernig þessi hópur aðila frá fjölda landa Evrópu fór að því að ná saman og skipuleggja slíka ferð er sennilegast flestum hulið enda tæp 70 ár í að Internetið sameinaði fólk. 

Sirkuseigendur urðu strax heillaður af Martin sem gat farið fram á ríflegar upphæfir fyrir að snúa höfðinu gegn ríflegu gjaldi. 

Hann kvæntist aftur ári eftir komuna til Bandaríkjanna, konu að nafni Emilie (Wittl) Emmerling. Áttu þau tvo syni, Albert, fæddan 1922, og Walter, fæddan 1926.

Samstarfsfólk Martin hafði ekki margt gott um hann að segja. Síðar sagði það Martin hafa verið eindregin stuðningsmann nasista allt frá byrjun þeirra valdapots og hefði hann hatað Bandaríkin af öllu hjarta, þótt hann hefði flutt þangað af eigin vilja og orðið vel efnaður af forvitni þarlendra. 

Árið 1931, þegar Martin var að sýna fyrir fullu húsi, eða nánar tiltekið tjaldi, ruddist lögregla á sviðið og handtók hann fyrir að yfirgefa konu sína og synina tvo. Hafði Emilie þá kært eiginmann sinn sem hafði stungið fjölskylduna af upp úr þurru.

Þótti það töluvert alvarlegt ákæruefni á þeim árum. 

Martin tókst með lagni að snúa sig út úr þeirri klemmu svo og gætti hann sín vandlega á stríðsárunum, vitandi af því að yfirvöld höfðu augu á honum sökum tengsla hans, eða í það minnsta stuðnings hans, við málstað nasista.

Martin Joe Laurello var samkvæmt flestum þeim eru honum kynntist ekki tiltakanlega almennilegur né elskuverður maður sem hikaði ekki við að losa sig við vini eða fjöslkyldumeðlimi ef svo lá á honum.

Hann átti eftir að græða ævintýralega mikið á ferli sínum í Bandaríkjunum þrátt fyrir yfirlýst hatur sitt á landinu og er vitað til þess að hann hafi meira að segja hrækt á fána landsins.

Martin lést árið 1955, vellauðugur, en einmana og að því er sagt, bitur maður. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“