fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Furðusagan af því hvernig Pepsi varð eigandi að sjötta stærsta herflota í heimi

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 29. mars 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir kalda stríðið áttu Bandaríkin og Sovétríkin í alls kyns viðskiptasamböndum, enda um stóra markaði að ræða í báðum löndum.

Árið 1959 héldu bandarísk fyrirtæki vörusýningu í Moskvu og bauð einn af yfirmönnum Pepsi þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna, Níkíta Khrústsjov að smakka Pepsi.

Leiðtoginn kunni vel að meta Pepsi. Hjá Khrústsjov stendur fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon og virðist fylgjast spenntur með. 

Khrústsjov kunni vel að meta og hvort það var hrifningu leiðtogans að þakka eða einhverju öðru, þá gerðu myndaðist afar sérstakt samband á milli Sovétríkjanna og drykkjarisans Pepsi.

Samkomulag sem varð til þess að á tímabili átti Pepsi sjötta stærsta herskipaflota heims.

Draumasamningur

Þrettán árum síðar, árið 1972, gerðu Sovétríkin loksins endanlega upp hug sinn varðandi hvaða gos mátti fara ofan í landsmenn ráðstjórnarríkisins og Coca Cola til mikillar gremju fékk Pepsi einkaleyfi á sölu gosdrykkja til Sovétríkjanna.

En þar sem að sovéskar rúblur voru ekki tiltakanlega vinsæll gjaldmiðill á alþjóðavísu samþykkti Pepsi að fá í staðinn einkaleyfi á sölu Stolichnaya vodka í Bandaríkjunum. Eins og allt annað á þessum árum var framleiðsla Stolichnaya á vegum ríkisins. 

Báðir aliðar samningsins voru alsælir

Þar sem fáar eða engar aðrar tegundir af vodka voru í boði í verslunum þar í landi átti Pepsi vodkamarkaðinn og voru báðir aðilar hinir hamingjusömustu með samninginn.

Vodkabann byggt á misskilningi

Pepsi rokseldist í Sovétríkjunum og Stoli vodka rokseldist í Bandaríkjunum. Ár eftir ár eftir ár.

Jafnvel þótt að Sovétríkin féllu árið 1991, og samningurinn væri ekki lengur gildur, héldu Pepsi og Stolichnaya áfram sínu viðskiptasambandi eins og ekkert hefði í skorist.

Allt þar til 2013, þegar að kom babb í bátinn. Þá hófu Bandaríkjamenn að sniðganga Stoli vodka til að mótmæla stefnu Rússlands í málefnum samkynhneigðra og salan á Stoli vodka hrundi.

Sem var reyndar býsna kjánalegt því Stolichnaya verksmiðjan var löngu farin frá Rússlandi og til Lettlands.

Það er ekki ólíklegt að eitt skipanna hafi líkst þessu.

Ekki til rúbla í ríkiskassanum

En snúum okkur aftur að því hvernig Pepsi fyrirtækið fór að því að eignast flota.

Það hafði reyndar áður komið hiksti í sölu á Stoli vodka í Bandaríkjunum. Árið 1984 var sett bann á sölu drykkjarins í Bandaríkjunum vegna innrásar Sovétmanna í Afganistan.

Þá var Pepsi í vanda. Þeir vildu ekki missa sovéska markaðinn en voru ekki að fá greiðslur fyrir gosið í formi vodka lengur. Svo yfirmenn Pepsi héldu til Sovétríkjanna til að endursemja, ráðamenn þar í landi hlytu að geta einhvern vegin greitt fyrir gosið í stað hins ofurvinsæla vodka.

En það var fátt um fína drætti í Sovétríkjunum á níunda áratugnum og vart til rúbla í ríkiskassanum.

Hvað var þá til ráða?

Sovétmenn vildi heldur ekki missa sitt Pepsi og lögðu fram afar óvenjulegt tilboð.

Pepsi auglýst stórum stöfum í Moskvu.

Hvíta húsið ekki sátt

Pepsi myndi halda áfram að senda gos til Sovétríkjanna, enda drukku þarlendir einn milljarð flaskna á ári, en í staðinn myndi Pepsi fá eitt herskip, einn tundurspilli, eina freigátu og sautján kafbáta. Skildu þeir jafnvel bæta við nokkrum tankskipum.

Pepsi tók tilboðinu og var þar með formlega orðið eigandi sjötta stærsta herskipaflota í heimi, Hvíta húsinu til lítillar gleði.

Stoli auglýsing frá Bandaríkjunum.

Pepsi fyrirtækið notaði þó ekki vopnin, ekki einu sinni á erkióvininn Coca Cola. Reyndar var í raun um eldgamlan búnað að ræða, og var hann mestallur bilaður eða ónýtur.

Svo fór að Pepsi seldi meirihlutann af ,,flotanum” í brotajárn og afgangurinn var seldur söfnurum.

Samstarfi fyrirtækjanna er löngu lokið en enn lifir í gömlum glæðum því Pepsi er enn mest seldi gosdrykkur Rússlands og Stolichnaya mest selda vodka í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn