fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Stefán Þór lærði margt við undirbúning fyrir Japansdvölina en lítið um hættur og öryggi – „Öruggt land en samt dæmi um hryðjuverk og önnur voðaverk“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 25. mars 2023 16:30

Lögregluþjónar á vakt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japan er öruggt land. Raunar er Japan eitt öruggasta landið í heiminum á eftir Íslandi, Nýja Sjálandi, Danmörku og nokkrum öðrum.

Ég kom til Japan sem 18 ára skiptinemi frá Íslandi árið 2011. Ég talaði litla sem enga japönsku og þurfti fljótt að læra að bjarga mér með einfaldri ensku og handabendingum.

Í sínum nýjasta pistli frá Tókýó ræðir Stefán Þór Þorgeirsson um glæpi Japan.

Dvölin byrjaði í Tokyo og ég man vel hversu stór mér fannst borgin frá fyrstu stundu. Við keyrðum í rútu í gegnum borgina í meira en klukkutíma og ekkert breyttist – bara hús eftir hús eftir hús eftir hús. 

AFS aðlögun

Við, skiptinemarnir, vorum að fara í tveggja vikna aðlögun að japanskri menningu áður en við héldum hver sína leið að hitta fósturfjölskyldurnar.

Við fengum alls konar námskeið í hvernig maður ætti að nota prjóna, hvernig maður ætti að heilsa kennurum og eldra fólki, og hvernig við gætum fengið sem mest út úr árinu framundan.

En það var lítið sem ekkert talað um hættur og öryggi.

Ég hefði kannski ímyndað mér að þau myndu segja eitthvað á borð við; aldrei fara inn í Yakuza-hverfi (japanska mafían), passið ykkur á ómerktum leigubílum, og ekki borða torisashi (hrátt kjúklinga-sashimi).

Sú var ekki raunin enda þarf mikið til að maður lendi í einhverjum alvöru vandræðum í Japan.

Japanskt karrí

Nú er ég búsettur í Tokyo ásamt þeim 38 milljónum einstaklinga sem hér búa.

Öllu jafna getur maður gengið öruggur um götur Tokyo, jafnvel á kvöldin í stóru partýhverfunum, án þess að hafa áhyggjur af því að einhver ræni mann eða beiti mann ofbeldi.

Vissulega er alltaf einhver áhætta og eflaust meiri áhætta fyrir suma heldur en aðra, en það breytir því ekki að Japan er öruggt land.

Tölfræðin rennir enn fremur stoðum undir þetta. Samkvæmt tölum frá 2020 er morðtíðnin í Japan með þeim lægstu í heiminum: um 0,3 morð á hverja 100.000 íbúa.

Samanborið við Bandaríkin, þar sem morðtíðnin er 6,5 á hverja 100.000 íbúa, er Japan miklu öruggura land. 

Það kemur kannski ekki á óvart enda rata fréttir af morðum í Bandaríkjunum oft í fjölmiðla. 

Ef við lítum okkur nær þá er til dæmis helmingi hærri morðtíðni í Noregi heldur en í Japan. 

Þess má geta að á Íslandi er morðtíðnin fimm sinnum hærri en í Japan, eða 1,5 á hverja 100.000 íbúa, en það má skýra með almennt lágum íbúafjölda.

En þó Japan sé almennt öruggt land eru til dæmi um hryðjuverk og önnur voðaverk.

Þann 20. mars síðastliðinn voru 28 ár liðin frá hryðjuverkaárásinni á neðanjarðarlestarkerfið í Tokyo. Sértrúarsöfnuðurinn Aum Shinrikyo framdi gasárás með sarín-taugagasi og myrti 14 manns. Mörg þúsund aðrir veiktust alvarlega.

Partýhverfið Kabukicho

Nýlegra dæmi er íkveikjan á skrifstofu Kyoto Animation árið 2019 þar sem 36 manns létu lífið. Árásarmaðurinn var einn að verki þar sem hann kveikti í byggingunni með 40 lítrum af bensíni. 

Í öruggu landi eins og Japan koma svona hræðilegir atburðir fólki í opna skjöldu. Það trúir varla að svona geti gerst. 

Einn slíkur atburður átti sér stað þann 25. júlí árið 1998. Það var á götuhátíð í Wakayama héraði á suðvesturströnd Japans sem 63 einstaklingar urðu veikir og fjórir létust eftir að hafa borðað karrírétt með hrísgrjónum.

En hvernig gat það gerst? Hvað var í karríréttinum?

Þessum spurningum og fleirum er svarað í nýjasta þætti Heimsendis. Lesendum er bent á að þáttinn má nálgast á hlaðvarpsveitum og á Patreon undir nafninu Heimsendir. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja