Norska bíómyndin Munch verður frumsýnd á Viaplay á morgun, föstudaginn 24. mars. Myndin hefur fengið glimrandi dóma eftir að hún var frumsýnd í norskum bíóhúsum í janúar síðastliðinn.
Málarinn heimsþekkti, Edvard Munch, er leikinn af fjórum þekktum, norskum leikurum, Alfred Ekker Strande, Mattis Herman Nyquist, Ola G. Furuseth og Anne Krigesvoll.
List Edvards Munchs er þekkt um allan heim en mun færri þekkja til hans dramatíska lífshlaups. Í kvikmyndinni er kastljósinu beint að fjórum mikilvægustu og mest afgerandi tímabilum í lífi hans.
Fjögur tímabil af ævi Munch
Bíómyndin segir frá því þegar Edvard Munch varð ástfanginn í fyrsta sinn, af giftri konu, af niðurlægingu hans sem listamanns þegar fyrstu sýningu hans í Berlín var hafnað og lokað. Myndin fjallar einnig um afdrifaríka innlögn Munchs á taugaklínik í Kaupmannahöfn þar sem hann neyðist til að taka stærstu og áhrifamestu ákvörðun lífs síns, áður en hann á síðasta æviskeiðinu berst fyrir því að bjarga listrænum arfi sínum frá nasistum í stríðinu. Þessi fjögur tímabil í ævi Munchs sýna margar en ólíkar hliðar þessarar einstöku manneskju og listamanns.
Stiklu úr myndinni má sjá hér: