Verslunarhúsnæði á Laugavegi 13 er komið í sölu á fasteignavef DV.
Um er að ræða 720 fm sem byggt var árið 1954.
Eignin skiptist í tvö verslunarrými á jarðhæð 335,6 fm og kjallara 366 fm með vörumóttöku. Um 40 fm. af kjallara er sameiginleg vörumóttaka. Beint aðgengi er frá götu inn í verslunarrýmin. Hátt er til lofts og þá sérstaklega í hornrýminu og prýða stórir glæsilegir gluggar báðar götuhliðar hússins.
Stærðarskipting milli verslana er um 370 fm og 350 fm (með kjallara). Mögulegt er að opna milli verslunarrými sem og milli hæða þannig að nýta megi kjallara sem hluta af verslun.
Um er að ræða eitt eftirsóknarverðasta verslunarhúsnæði miðbæjar Reykjavíkur, meðal annars út frá staðsetningu, aðgengi, gluggasetningu og ástands.
Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.