fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Myrti 33 ungabörn af gróðafíkn – Skrifaði undir ættleiðingargögnin og kyrkti svo börnin samdægurs

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 13. mars 2023 22:05

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luísa de Jesus var aðeins 23 ára þegar hún dó en á sinni stuttu ævi náði hún að myrða 33 ungabörn og hugsanlega fleiri.  

Saga Luísu vakti ekki bara gríðarleg viðbrögð í Portúgal heldur fór hún sem eldur í sinu um alla Evrópu. Fólk átti bágt með að trúa að ung kona gæti sýnt af sér slíka grimmd. 

Lítið er vitað um æsku Luísu anna að hún fæddist ári 1748, dóttir bláfátækra bændahjóna. 

LuÍsa de Jesus

Hún mun hafa gift sig snemma en engum sögum fer af eiginmanninum. Luísa vann fyrir sér sem eins konar sendill, hún flutti vörur á milli þorpa og bæja gegn greiðslu. 

En það var lítið upp úr vöruflutningnum að hafa og Luísa fór að velta fyrir sér hvernig hún gæti orðið sér úti um meira fé. 

Og datt niður á hugmynd. 

Barnahjólið

Á 18. öld var barnahjólið svonefnda notað víða um álfuna.

Um var að ræða eins konar sívalning fyrir utan munaðarleysingjahæli þar sem örvæntingarfullar, og yfirleitt ógiftar, mæður gátt sett nýburana inn í og snúið.

Fyrir innan var tekið á móti barninu en sum munaðarleysingjahælinn voru verri en önnur og dóu stundum börn þar sem þau voru ekki sótt í sívalninginn. 

Í raun er um að ræða svipaða hugmyndafræði og notuð er enn þann dag  í dag. Það er að fólk geti skilið eftir ungabörn, sem eru óvelkomin í heiminn, nafnlaust á öruggum stað. Slíka afhendingarstaði er að finna víða um heim, meðal annars við sjúkrahús og slökkvistöðvar. 

Portúgalska ríkið greiddi hverjum þeim sem viljugur var til að ættleiða ungabarn 600 réis, sem samsvaraði sex mánaða launum þjónustustúlku, og fylgdi barninu vagga og hálfur metir af bómullarefni. 

Því var um umtalsverðar upphæðir að ræða auk þess sem LuÍsa náði sér í aukapening með því að selja vöggurnar og metravöruna.

Ættleiddi oft mörg börn í mánuði

Svo Luísa hóf að ættleiða börn af miklum móð. Stundum skrifaði hún undir ættleiðingargögnin með eigin nafni, en hún notaði einnig fleiri nöfn. 

Þar sem Luísa var þetta ung útskýrði hún yfirleitt að hún væri í umboði skjólstæðinga eða vinnuveitanda. 

Eftir að hafa fengið ungabörnin í hendurnar kyrkti hún þau.

Sum gróf hún við rætur Monte Arroio fjalls, sum gróf hún í eigin garði og enn öðrum tróð hún í leirpotta sem stóðu við heimili hennar. 

Eins merkilegt og það nú er virtist enginn sjá neitt athugavert við að sama unga konan væri að rótera á milli munarðarleysingahæla og ættleiða börn, stundum nokkur á mánuði.

Ekki síst þar sem fjöldi munaðarleysingjahæla var takmarkaður og LuÍsa því að ættleiða mörg börn frá sömu stofnunum. 

Luísa de Jesus: a primeira assassina em série portuguesa - Fábrica do TerrorFyrsta líkið finnst

Enginn veit hvað Luísa hefði haldið iðju sinni lengi áfram hefði ekki Angélica Maria. kona sem starfaði við að líkna hinum þurfandi, séð glitta í barnslík við fjallsræturnar þann 1. apríl 1772. 

Angélica lét yfirvöld vita sem þegar hófu rannsókn. Í ljós kom að barnið hafði verið ættleitt af Luísu de Jesus, sem í þetta skiptið hafði notað sitt eigið nafn.

Hún var handtekinn og viðurkenndi strax að hafa myrt tvö önnur ungabörn aðeins nokkrum dögum fyrir handtökuna. 

Leitað var á heimili Luísu og fundust lík 18 ungabarna grafin í garði henni eða í leirpottunum.

Önnur 13 fundust við fjallsræturnar.

Allt í allt fundust 33 lík ungbarna en við rannsókn málsins kom í ljós að Luísa hafði ættleitt 34 börn en hún harðneitaði að gefa neitt uppi um örlog þess barns.

Lík þess barns fannst aldrei.

Dómari fussar og sveiar

Luísa var ákærð fyrir 33 morð en af einhverju ástæðum neitaði hún að játa á sig fleiri en 28 morð. Sem skipti akkúrat engu þegar kom að réttarhöldunum. 

Tveir starfsmenn munaðarleysingahæla voru handteknir og ákærðir fyrir vanrækslu en þeim síðar sleppt. 

Við réttarhöldin benti lögfræðingur LuÍsu á að hún væri ekki búin að ná 25 ára aldri sem þá var lágmarksaldur dauðarefsingar. 

En dómarinn gaf lítið fyrir þau rök og sagði að ef hún væri nógu gömul til að fremja slíka glæpi, væri hún nógu gömul til að taka afleiðingunum.

Því næst var LuÍsa dæmd til dauða.

Dauðdaginn

Þann 1. júlí 1772 var LuÍsa látin ganga um bæinn með reipi um hálsinn.

Á undan henni gekk kallari sem las upp glæpi hennar og henti öskureiður almenningur í hana sorpi og viðlíka.

Því næst voru hendur hennar höggnar af henni og Luísa pyntuð með glóandi járnum. Hún hefur því eflaust verið þeirri stundu fegin sem henni var fylgt upp á aftökupallinn og hún hengd.

Lík hennar var brennt og ösku hennar hent út í veður og vind. 

Luísa de Jesus  var síðasta konan sem tekin var af lífi í Portúgal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“