fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Stefán Þór lék eitt sinn tré í japönsku leikhúsi – Fékk svo aðalhlutverk og lærði 50 blaðsíðna handrit á japönsku utan að

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 11. mars 2023 16:01

Stefán Þór Þorgeirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanskar sviðslistir eiga sér langa og mikilvæga sögu. Raunar eru japanskar leikhúshefðir með þeim elstu í heimi. Fyrst ber að nefna Noh leikhúsið sem var þróað á 15. öld.

Á þeim tíma var Japan undir miklum áhrifum trúarbragða, Búddhisma og Shinto, sem voru tvinnuð inn í söguheiminn. Noh er eins konar dansleikur þar sem notast er við grímur, búninga og hægar hreyfingar til að segja ákveðna sögu – oft yfirnáttúrulega.

Síðan er það Kabuki sem hefur stundum verið kallað leikhús fólksins. Líkt og Noh fylgir Kabuki ákveðnum reglum í hreyfingum og stíl en það er kannski frjálslegra en Noh þegar kemur að viðfangsefni sögunnar.

Stefán leikur evrópskan japönskumælandi þjón.

Kabuki varð mjög vinsælt á 17. öld hjá mörgum mismunandi hópum samfélagsins og var í því ljósi ákveðið sameiningarafl.

Bunraku er japanskt brúðuleikhús frá 17. öld. Brúðurnar eru stórar, um 90-120 cm á hæð, og hverri brúðu er stjórnað af nokkrum brúðuleikurum – aðalbrúðuleikarinn er klæddur í litríkan búning á meðan hinir eru svartklæddir frá toppi til táar.

Loks ber að nefna Rakugo sem er hið japanska uppistand. Rakugo er reyndar sitjandi uppistand og ætti því frekar að kallast niðurseta eða eitthvað álíka. Rakugoka er listamaðurinn sem flytur Rakugo.

Viðkomandi segir oft langa og flókna grínsögu með mörgum mismunandi persónum og notar aðeins blævæng og lítinn klút sem leikmuni.

Japanskar sviðslistir fjölbreyttar

Japanskar sviðslistir eru fleiri og fjölbreyttari en þær sem ég hef talið upp hér að ofan en þetta er kannski góður inngangspunktur.

Ég hef sjálfur ekki séð nógu mikið af hefðbundnu leikhúsi í Japan en hef þó komið að uppsetningum þar sem Noh og Rakugo léku stór hlutverk.

Árið 2022 lék ég lifandi tré í nýrri útfærslu á gömlu Noh leikriti og síðar sama ár lék ég evrópskan japönskumælandi kaffibarþjón í leikriti sem fjallaði um Rakugo.

Ég hef nefnilega verið svo lánsamur að taka þátt í mörgum mismunandi uppsetningum í japönsku leikhúsi, allt frá árinu 2011 þegar ég gekk til liðs við leiklistarklúbb Sapporo Intercultural and Technological High School.

Ein lína í byrjun

Ég var í skiptinámi í Japan á árunum 2011-2012 og nam við menntaskóla í Sapporo á Hokkaido eyju. Þegar fólk er í menntaskóla í Japan er vinsælt að velja sér ákveðið bukatsu eða klúbbaiðkun.

Það virkar þannig að skólinn rekur mismunandi klúbba í íþróttum, listum og annarri iðkun sem nemendur geta sótt. Vinsælir klúbbar eru hafnabolti, frjálsar íþróttir, fótbolti og tónlist, en ég ákvað að ganga í leiklistarklúbbinn. Þar var ég í eitt ár með flottu fólki og góðum kennurum. Við settum upp fjórar sýningar og ég fór með hlutverk í öllum sýningum, þó misstór.

Stefán Þór í leiklístarklúbbnum árið 2012

Í fyrstu sýningunni var ég með eina línu: “Ég kemst ekki á þriðjudaginn, ég er að spila golf”.

Undir lok var ég farinn að fá aðalhlutverk og man eftir því að hafa lært 50 blaðsíðna handrit utan að, allt á japönsku. Þetta voru hins vegar nútímalegar sýningar sem notuðust ekki við hefðbundnar sviðslistir.

Ég þarf að kynna mér þær betur og sérstaklega langar mig að læra dansformið Butoh.

Butoh er tegund dansleikhúss frá 1959 sem myndast að hluta til út frá Seinni heimsstyrjöldinni og því ráðaleysi sem fylgdi eftirstríðsárunum. Butoh er líka svar við vestrænum danshefðum sem höfðu verið vinsælar í Japan til þessa.

Stefán Þór og Snæfríður Ingvarsdóttir ræða margt fróðlegt í nýjasta Heimsenda

Í þætti vikunnar af hlaðvarpinu Heimsendi ræðum við Snæfríður Ingvarsdóttir, leikkona og Japansvinur, einmitt Butoh og áhrif þess á iðkandann sem og á áhorfendur. Við Snæfríður ræðum einnig nýlega ferð hennar til Japans, menningarmun þjóðanna, og hina tvo póla Japans, eins og ég kýs að kalla það.

Þar á ég við hvernig hið gamla og hið nýja mætist í japanskri menningu og hvernig Japan getur þróast áfram án þess að missa tengsl við fortíðina.

Þáttur vikunnar er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum, þar á meðal á Spotify og Apple Podcasts, sem og á Patreon.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja