fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Madonna svarar fyrir „nýtt“ andlit á Grammy-verðlaunahátíðinni

Fókus
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 09:59

Madonna á Grammy-verðlaunahátíðinni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjarnan Madonna svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum eftir að internetið brást harkalega við „nýju“ andliti hennar á Grammy-verðlaunahátíðinni á síðastliðið sunnudagskvöld.

Fjöldi aðdáenda lýstu yfir áhyggjum af útliti hennar eftir að hún kynnti Kim Petras og Sam Smith á svið til að flytja lagið „Unholy“.

Madonna kynnti Petras og Smith á svið. Mynd/Getty

Madonna, 64 ára, sagði í færslu á Instagram að hún væri meðvituð um viðbrögðin og sagðist vera vonsvikin.

Söngkonan sagði að hún hafði verið spennt að fara á svið til að kynna Petras – sem braut blað í sögu verðlaunanna –  og Smith á svið en í stað þess hafi fólk ákveðið að einblína á útlit hennar.

Þetta kvöld varð Petras fyrsta transkonan til að flytja lag á hátíðinni og önnur transkonan til að vinna til verðlauna, og sú fyrsta til að vinna til verðlauna í sínum flokki, besti flutningur dúetts á popplagi.

Kim Petras og Sam Smith. Mynd/Getty

„Í stað þess að einblína á það sem ég sagði í ræðu minni, sem snerist um að þakka óttalausum listamönnum eins og Sam og Kim, þá vill fólk frekar tala um myndir af mér, sem voru teknar með myndavél með langri aðdráttarlinsu sem myndi brengla útlit hvers sem er,“ sagði hún.

„Enn einu sinni er ég föst í hringiðu aldurshyggju og kvenfyrirlitningar sem stjórnar heiminum sem við lifum í. Heimur sem neitar að fagna konum sem eru eldri en 45 ára og finnst hann þurfa að refsa konu ef hún heldur áfram að vera ákveðin, dugleg og ævintýragjörn.“

Söngkonan bætti því við að hún hafi aldrei beðist afsökunar á því hvernig hún lítur út eða klæðir sig og á þeim listrænu ákvörðunum sem hún hefur tekið í gegnum tíðina, og hún ætlar ekki að byrja á því núna.

„Frá því að ég steig mín fyrstu skref í þessum iðnaði hef ég verið niðurlægð af fjölmiðlum en ég skil að þetta er allt test og ég skal glöð vera brautryðjandi fyrir allar þær konur sem koma á eftir mér.“

Hún birti nokkur myndskeið frá kvöldinu og virtist hafa skemmt sér konunglega. Lestu færsluna í heild sinni hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Madonna (@madonna)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni