fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Óskari var bannað að nota hakakrossinn í auglýsingaskyni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 17:30

Óskar Þór Axelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Napóleónsskjölin var frumsýnd um helgina og er myndin sú aðsóknarmesta eftir helgina en 5000 gestir stormuðu í bíó í vonda veðrinu á þessa æsispennandi mynd sem byggð er á samnefndri metsölubók eftir Arnald Indriðason.

Strangar reglur um notkun hakakrossins

Óskar Þór Axelsson leikstjóri myndarinnar er gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpi hans Einmitt. Þar ræða þeir meðal annars arfleið nasistanna og hvernig má fara með hana. Í Þýskalandi gilda mjög strangar reglur um það hvernig stilla má hakakrossinum fram. „Þetta er bara í lögum. Þeir mega ekki vera með hakakrossinn á plakati til dæmis,“ segir Óskar. „Það má ekki nota hann í auglýsingaskyni en hann er auðvitað partur af myndinni.“

Þýskir aðalframleiðendur á bak við myndina

Söguþráðurinn bókarinnar snýst um það hvernig þýsk flugvél sem hvarf á síðustu dögum seinni heimsstyrjaldarinnar kemur skyndilega fram og atburðarásin er öll í kringum það. Arnaldur Indriðason hefur notið mikilla vinsælda í Þýskalandi og Napóleonsskjölin er ein hans mest selda bók þar og aðalframleiðendur myndarinnar eru þýskir.

Ekki stoltustu dagar þýsku þjóðarinnar

Þrátt fyrir að þetta séu ekki stoltustu dagar þýsku þjóðarinnar þá segir Óskar þeir hafa mikinn áhuga á þessum tíma. „Þess vegna gekk þessi bók svona vel.“ Þannig gerir Óskar sér væntingar um velgengni myndarinnar í Þýskalandi þegar hún verður frumsýnd þar. Fyrri myndir hans eru Svartur á Leik og Ég man þig sem nutu báðar mikilla vinsælda.

Einar kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að markaðssetningu og hefur nánast klippt sig inn í stiklu myndarinnar til að kynna þáttinn með Óskari.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Einar Bardarson (@einarbardar)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“
Fókus
Í gær

Þetta eru sigurvegarar Golden Globes – Íslendingar fengu sérstaka kveðju

Þetta eru sigurvegarar Golden Globes – Íslendingar fengu sérstaka kveðju
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælasti dagurinn fyrir Íslendinga í leit að ástinni er í dag – „Sturlað“ að gera á stefnumótaforriti

Vinsælasti dagurinn fyrir Íslendinga í leit að ástinni er í dag – „Sturlað“ að gera á stefnumótaforriti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heilsumarkþjálfinn Erla nefnir dæmi um vörur sem hún segir markaðssettar sem heilsuvörur – „Sem eru það ekki, heldur gjörunnin matvæli“

Heilsumarkþjálfinn Erla nefnir dæmi um vörur sem hún segir markaðssettar sem heilsuvörur – „Sem eru það ekki, heldur gjörunnin matvæli“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það