fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
Fókus

Myndband af J.Lo og Ben Affleck rífast fer eins og eldur í sinu um netheima

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 10:00

Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist ekki allt leika í lyndi hjá stjörnuhjónunum Jennifer Lopez og Ben Affleck þessa dagana.

Stórstjörnurnar gengu í það heilaga og héldu þriggja daga veislu í fyrra eftir að hafa tekið saman á ný ári áður, eftir rúmlega sautján ára aðskilnað. Þau voru saman á árunum 2002 til 2004.

Í janúar síðastliðinn sagði Jennifer í morgunþættinum Today að árið 2022 hafi verið það besta síðan börnin hennar fæddust árið 2008.

Sjá einnig: Brúðkaup Bennifer um helgina – Sjötta trúlofun og fjórða hjónaband J.Lo

Turtildúfurnar virtust hafa fengið sinn hamingjusama endi, en aðdáendum er farið að gruna að það sé því miður ekki staðan.

Undanfarið hafa myndbönd af hjónunum rökræða eða rífast verið á dreifingu um netheima.

Fyrsta atvikið sem fór á dreifingu var stuttu eftir Today viðtalið. Einhver tók myndband af parinu ræða ákaft saman í eftirpartýi fyrir nýju mynd hennar, Shotgun Wedding.

Jennifer virtist vera pirruð út í Ben og hann virtist vera að verja sig og segja sífellt: „Jen“.

@celebritea.io #BenAffleck & #JenniferLopez at the #ShotgunWedding party! #ShotgunWeddingMovie #MoviePremiere #Hollywood #JLo #JoshDuhamel #BTS ♬ original sound – CelebriTea

Myndbandið fór á mikla dreifingu um netheima, sérstaklega TikTok, og hafa netverjar reynt að giska umræðuefnið.

Ein kenningin er sú að Ben hafi verið að halda því fram að hann hafi ekki verið að drekka áfengi og að Jennifer hafi verið að smakka drykkinn hans.

Leikarinn hefur verið opinn um baráttu sína við alkóhólisma og edrúmennsku. Hann hefur nokkrum sinnum farið í meðferð í gegnum árin.

Jennifer Lopez og Ben Affleck. Mynd/Getty

Það virtist anda köldu á milli hjónanna á Grammy-verðlaunahátíðinni aðfararnótt mánudags.

Myndband af þeim hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Í því má sjá Ben hvísla einhverju að Jennifer, sem snýr sér hratt að honum og segir eitthvað við hann. Þau virðast síðan átta sig á því að þau séu í mynd og brosir Jennifer breitt að því sem kynnir hátíðarinnar, Trevor Noah, er að segja.

Horfðu á klippuna hér að neðan.

Netverjar hafa haft nóg um málið að segja og vona aðdáendur að þeim takist að vinna úr vandamálum sínum.

@erikkalynne0 And on live TV 🤣 #jlo #benandjlo #everybodyknows #thegrammys2023 #grammys #fypシ ♬ Funny Song – Cavendish Music

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginmaður Dolly Parton sást síðast á almannafæri fimm árum áður en hann dó

Eiginmaður Dolly Parton sást síðast á almannafæri fimm árum áður en hann dó
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn gagnrýnir „kósífemínista“ –„Á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins“

Þorsteinn gagnrýnir „kósífemínista“ –„Á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Saga og Sturla sögðu já í Suður-Afríku

Saga og Sturla sögðu já í Suður-Afríku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn

Lítt þekkt ættartengsl – Borgarfulltrúinn og hjólahvíslarinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir

Það síðasta sem Adrien Brody gerði áður en hann tók á móti Óskarnum – Netverjar eru ekki hressir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring