fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Tómas náði tindinum – „Gefandi að geta sem læknir komið svo mörgum til hjálpar á fjallinu“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. febrúar 2023 14:00

Tómas Guðbjartsson Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamall draumur rættist hjá Tómasi Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlækni, um helgina, þegar hann náði 7 km háum tindi Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalli utan Himalajafjalla.

Tómas hefur sérhæft sig í krefjandi fjallgöngum, en hann starfaði meðfram læknanámi við fjallaleiðsögn með erlenda ferðamenn um allt hálendi Íslands og lauk leiðsögumannaprófi vorið 1989.

Í færslu á Facebook birtir Tómas mynd af sér á tindinum og segir að honum hafi boðist að slást í ferð með níu bandarískum fjallgöngumönnum, en Ed Viesturs og Garret Madison leiddu hópinn.

„Þetta var heljarinnar puð, enda aðstæður óvenju erfiðar vegna mikilla snjóa. Því var gengið úr búðum 1 í búðir 2 og 3 á mannbroddum með ísöxi og svo áfram upp á snævi þaktan tindinn – og notast við línu í bröttustu brekkunum. Mestur tími fór í hæðaraðlögun og bera byrgðir upp og niður fjallið. Veður var kalt en frábært útsýni og illvígir sviptivindar, sem þekktir eru á Aconcagua, létu okkur að mestu í friði,“
Segir Tómas, sem hyggst birta myndir af leiðangrinum næstu daga, en hann var sambandslaus í 12 daga á fjallinu.

Hópurinn samanstóð af þaulvönu fjallafólki, tveir helltust þó úr lestinni í búðum þrjú, sem heita Camp Cholera, vegna veikinda. Tómas segist sjálfur hafa verið í miklu stuði, enda búinn að taka út heiftarlega magakveisu í grunnbúðum. „Ekki spillti fyrir að sl. vikur hef getað æft mig heima í fimbulkulda – og brodda kann ég vel við eftir áratuga reynslu af íslenskum jöklum. Tölfræðin er erfið á Aconcagua og tæplega 30% ná tindinum,“segir Tómas ánægður með ferðina.

„En um leið hugsi yfir þeim hættum sem svona há fjöll bjóða upp á. Í gær létust tveir á fjallinu, en þeir voru úr hópi sem var degi á eftir okkur. Öðrum tveimur varð fótaskortur neðan hátindsins í sl. viku og er vart hugað líf á gjörgæslu. Aconcagua er því heiljarinnar áskorun og maður lærir að þekkja sjálfan sig, undirbúa sig vel og taka réttar ákvarðanir við erfiðustu aðstæður. Fyrir lækni með áhuga á hæðarveiki var þetta síðan eins og tilraunastofa á áhrifum þunns lofts á mannslíkamann- því miður. Samt er gefandi að geta sem læknir komið svo mörgum til hjálpar á fjallinu, en efst geta þyrlur ekki flogið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Í gær

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Conclave með flestar tilnefningar til BAFTA

Conclave með flestar tilnefningar til BAFTA