Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes virðist hafa fundið ástina aftur í örmum Dr. Jocelyn Miranda sem starfar sem kírópraktor og hefur meðal annars meðhöndlað Mendes. Kanadíski söngvarinn hætti fyrir nokkrum mánuðum með kúbversk-bandarísku söngkonunni Camilu Cabello en virðist nú hafa fundið sér griðarstað í höndum kírópraktorsins.
Athygli vekur að talsverður aldursmunur er á parinu eða 27 ár – Mendes er 24 ára gamall en Miranda er 51 árs.
Orðrómur um samband þeirra hefur verið hávær í gegnum árin enda virðast þau hafa verið nánir vinir um nokkurra ára skeið. Miranda, sem er einskonar kírópraktor stjarnanna, hefur til að mynda birt myndir af Mendes í meðferð hjá sér sem hafa virkað vel í markaðslegum tilgangi.
View this post on Instagram
Ástarsambandið virðist þó nánast staðfest nú en Miranda mætti með Mendes út á lífið eftir Grammy-verðlaunaafhendinguna og slíkt gera stórstjörnur ekki nema alvara sé í spilunum.