Mikið endurnýjuð sjö herbergja íbúð á tveimur hæðum við Stangarholt er komin í sölu á fasteignavef DV. Íbúðin er í göngufæri við miðbæinn og helstu þjónustu: heilsugæslu, skóla, leikskóla, almenningssamgöngur, Klambratún, Öskjuhlíð, sundlaugar og fleira. Íbúðin er með virkilega fallegt útsýni af hæð og risi til Esju, Akrafjalls, Snæfellsjökuls og víðar. Húsið er teiknað af Bárði Ísleifssyni sem er meðal annars annar arkitekta Vesturbæjarlaugar.
Um er að ræða 115,1 fm eign.
Eignin skiptist í hol, hjónaherbergi, opið eldhús með borðstofu, baðherbergi og stofa á neðri hæð. Í risi eru fjögur herbergi, nokkuð rúmgóð með parketi á gólfi, góðum gluggum og er eitt herbergjanna inn af öðru. Nokkrar geymslur eru undir súð í herbergjum. Skv. FMR er risið skráð sem geymsla.
Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.