fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
FókusMatur

Leyndardómurinn í eldhúsinu á Steikhúsinu afhjúpaður

Fókus
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 18:19

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar veitingastað marsmánaðar, Steikhúsið, og hittir þá félaga Eyjólf Gest Ingólfsson matreiðslumeistara og Hilmar Hafsteinsson framreiðslumeistara eiga og reka staðinn ásamt tveimur öðrum. MYND/HRINGBRAUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steikhúsið er veitingastaður mars mánaðar í þættinum Matur og heimili og fagnaði 10 ára afmæli á síðasta ári. Steikhúsið er annálað fyrir ómótsæðilega ljúffengar steikur og framúrskarandi þjónustu. Í þætti kvöldsins hittir Sjöfn Þórðar þáttastjórnandi þá félaga Eyjólf Gest Ingólfsson matreiðslumeistara og Hilmar Hafsteinsson framreiðslumeistara en þeir eiga og reka Steikhúsið ásamt Níels bróður Hilmars og Hafsteini föður Hilmars.

Steikhúsið er í hjarta miðborgarinnar stendur við Tryggvagötu 4-6 í húsi sem á sér sögu og gaman er að geta þess að lógó Steikhússins vísar í söguna. Hilmar og Eyjólfur segja aðeins frá tilurð þess að tannhjólið og hamarinn prýði lógó staðarins.

Mikill metnaður er lagður í val á steikum sem boðið er upp á og allt meðlæti gert frá grunni. „Frá opnun staðarins árið 2012 höfum við lagt ríka áherslu á að framreiða gæða steikur við allra hæfi og bjóða upp á framúrskarandi þjónustu,“ segir Hilmar og bætir við að það skipti sköpun að starfsteymið vinni sem ein heild.

Þegar Sjöfn spyr hver sé galdurinn bak við að staðurinn eldist jafnvel og raun ber vitni segja þeir að starfsfólkið skipti sköpun, að vera með gott starfsfólk og öflugt samstarf sé lykillinn að velgengni.

Að bjóða upp á hina fullkomna steik liggur mikil fræði og rétt eldun skiptir sköpun, það vita þeir sem þekkja vel til. Í eldhúsinu á Steikhúsinu er falið leyndarmál sem tryggir þetta bragð, áferð og stöðugu eldun sem steikurnar þeirra eru þekktar fyrir. Sjöfn fær þá Eyjólf og Hilmar til að afhjúpa leyndardóm Steikhússins í þætti kvöldsins.

Eyjólfur bregður sér í eldhúsið og býður Sjöfn í smakk á tveimur vinsælustu steikum staðarins. „Þetta er fullkomin eldun á steikinni og hún bráðnar í munni,“ segir Sjöfn eftir fyrsta bitann.

Meira í þætti kvöldsins um heimsókn Sjafnar á veitingastað mars mánaðar, Steikhúsið á Hringbraut í kvöld, fyrst klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hér má sjá brot úr þætti kvöldsins:

Matur & Heimili - Stikla 28. febrúar 2023
play-sharp-fill

Matur & Heimili - Stikla 28. febrúar 2023

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Hide picture