Í síðasta þætti Matur og heimili heimsótti Sjöfn, Elínu Maríu Björnsdóttur, sem er alla jafna kölluð Ella, heim. Ella hefur mikla ástríðu fyrir því að hafa hlýlegt og notalegt kringum sig og sína og ljóstraði því upp í þættinum að hún og teymið hennar á vinnustað hennar væru búin að hlúa vel að aðbúnaði starfsmanna og gera vinnustaðinn heimilislegan. Bauð hún Sjöfn að koma og heimsækja vinnustaðinn og fá innsýn í aðstöðu starfsmanna. Í þætti kvöldsins heimsækir Sjöfn vinnustaðinn hennar Ellu, Controlant en Ella er framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs fyrirtækisins. Ella og samstarfsfólk hennar hafa lagt sitt af mörkum til að gera aðstöðuna í vinnunni sem heimilislegasta til að tryggja vellíðan starfsfólks.
„Það skiptir okkur máli að öllum líði vel í vinnunni og að gera vinnustaðinn sem heimilislegastan er hluti að því að stuðla að vellíðan starfsfólks. Við erum líka með afþreyingarsvæði og notalega borðstofu fyrir fólkið okkar,“ segir Ella og brosir sínu blíðasta.
Meira um heimsókn Sjafnar til Ellu á vinnustað hennar Controlant í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld, fyrst klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.
Hér má sjá brot úr þætti kvöldsins: