fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Gítarleikarinn í hringiðu framhjáhaldsskandalsins svarar fyrir sig

Fókus
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 09:02

Megan Fox, Machine Gun Kelly og Sophie Lloyd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gítarleikarinn Sophie Lloyd blæs á kjaftasögurnar um að hún eigi í leynilegu ástarsambandi með Machine Gun Kelly.

Undanfarna daga hefur sá orðrómur verið á kreiki um að það séu vandræði í paradís hjá tónlistarmanninum Machine Gun Kelly, sem heitir réttu nafni Colson Baker, og leikkonunni Megan Fox.

Slúðurmyllan fór á fullt og nánast sprakk þegar Megan Fox virtist staðfesta sambandsslitin og að unnustinn hafi haldið framhjá henni. Sá orðrómur fór á flug að MGK hafi haldið framhjá með gítarleikara hljómsveitar sinnar, Sophie Lloyd.

Sjá einnig: Nýr framhjáhaldsskandall skekur Hollywood – Vandræði í paradís hjá Megan Fox og MGK

Sophie svarar fyrir sig

Sophie er breskur gítarleikari og varð fyrst vinsæl á Youtube. Hún hefur spilað með MGK síðan í maí í fyrra og hefur sagt að hljómsveitin sé eins og fjölskylda hennar.

Hún hefur undanfarin sex ár verið í sambandi með trommuleikaranum Christopher Painter.

Sjá einnig: Hver er Sophie Lloyd? – Konan í miðju nýjasta framhjáhaldsskandals Hollywood

Öll spjót beindust að henni í vikunni. Hún hefur nú rofið þögnina og hafnar öllum framhjáhaldsásökunum.

„Sophie Lloyd er faglegur og fær tónlistarmaður sem hefur verið óþarflega dregin inn í sviðsljósið út af innihaldslausum ásökunum á samfélagsmiðlum,“ sagði talsmaður hennar í samtali við Page Six og bætti við að hún hefur aldrei komið ófagmannlega fram eða haldið framhjá kærasta sínum.

„Að koma svona fram við kvenkyns listamann er virðingarleysi og það er léleg blaðamennska halda einhverju öðru fram,“ sagði hann og gagnrýndi einnig umræðuna á samfélagsmiðlum.

Fyrir nokkrum dögum birti Megan Fox mynd á Instagram með óræðum texta sem virtist vísa í meint framhjáhald Machine Gun Kelly. Hún eyddi síðan út öllum myndum af honum á Instagram og eyddi síðan aðgangi sínum.

Hvorugt þeirra hefur tjáð sig um málið en paparazzi ljósmyndarar hafa elt þau á röndum. Leikkonan hefur verið mynduð á ferð og flugi án trúlofunarhringsins. Einnig sást til þeirra koma úr hjónabandsráðgjöf í gær og virtust þau bæði, sérstaklega MGK, vera í miklu uppnámi. Samkvæmt BuzzFeed eiga þau erfitt með traust í sambandinu og það er að orsaka mikið af þeirra vandamálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram