Slúðurmyllan fór á fullt og nánast sprakk þegar Megan Fox virtist staðfesta sambandsslitin og að unnustinn hafi haldið framhjá henni.
Þetta byrjaði á því að leikkonan birti torræða færslu á Instagram á sunnudaginn. Með færslunni skrifaði hún texta úr laginu „Pray You Catch Me“ eftir Beyoncé, en lagið er frægt fyrir að fjalla um framhjáhald eiginmanns hennar, rapparans Jay-Z.
„You can taste the dishonesty. It‘s all over your breath,“ skrifaði Megan Fox.
Hún birti einnig mynd af sér með dularfullum karlmanni og að brenna bréf í varðeldi.
Við færsluna skrifaði einn fylgjandi athugasemd þar sem hann velti fyrir sér hvort tónlistarmaðurinn hafi „sofið hjá Sophie.“ Sophie er gítarleikari í hljómsveit MGK.
Leikkonan hvorki staðfesti né neitaði og sagði einfaldlega: „Kannski svaf ég hjá Sophie.“
Megan Fox hætti einnig að fylgja MGK, sem heitir réttu nafni Colson Baker, á Instagram og byrjaði að fylgja Eminem. En lengi hefur andað köldu milli MGK og rapparans.
Hún eyddi síðan Instagram-síðu sinni stuttu seinna.
Stjörnuparið byrjaði saman í maí 2020 og trúlofuðust í janúar 2022. Nú bíða aðdáendur eftir að þau staðfesti sambandsslitin formlega.