fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
FókusMatur

Ég kolféll fyrir þessu veggfóðri

DV Matur
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 18:17

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar Ellu og fær að sjá breytingarnar á heimili hennar eftir framkvæmdir. MYNDIR/HRINGBRAUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín María Björnsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Controlant, alla jafna kölluð Ella, er annálaður fagurkeri og er margt til lista lagt. Heimilið hennar ber þess sterk merki og hlýleiki og rómantík er það sem einkennir Ellu. Ella og maðurinn hennar eru nýbúin að taka stóran hluta heimilisins á efri hæðinni  í gegn með glæsilegri útkomu. Framkvæmdina sáu þau meira og minna um sjálf með smá aðstoð fagmanna.

Í þættinum Matur og heimili í kvöld býður Ella Sjöfn Þórðar heim að sjá útkomuna og fá innsýn í heimilislíf fjölskyldunnar. En Ella leggur mikla áherslu á að fjölskyldan eigi sínar gæðastundir saman í eldhúsinu og á kvöldverðartíma, til að mynda er sunnudagskvöldverðurinn heilög fjölskyldustund.

Eldhúsið, borðstofan og stofan eru þau rými sem fengu andlitslyftingu og má segja að það hafi orðið algjör bylting með þeim breytingum sem Ella og maðurinn hennar fóru í. „Við ákváðum að létta á öllu rýminu, stækka eldhúsið og útbúa góða vinnuaðstöðu þar sem við gætum líka notið þess að hafa útsýni,“ segir Ella. Efnisval og samspil litatóna koma einstaklega vel út í eldhúsinu og sérstaklega veggfóðrið en það er það fyrsta sem fangar augað þegar inn er komið. „Við fundum þetta veggfóður hjá Sérefni, ég kolféll fyrir þessu mynstri og litapallettum.“

Sjöfn fær að fylgjast með Ellu undirbúa kvöldverð fjölskyldunnar og fær innsýn í heimilislífið. „Þegar kemur að heimilisstíl, þá held ég að það sé í raun ekki neinn einn sérstakur stíll hjá okkur. Við blöndum saman gömlu og nýju, hlýleikinn er í fyrirrúmi og hlutir sem eiga sér sögu og gefur heimilinu persónulegan blæ. Við viljum að hér líði okkur öllum vel, vellíðan og hlýleiki er það sem gerir heimili að heimili,“ segir Ella.

Persónulegt og hlýlegt innlit á heimili Ellu í kvöld í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka