fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Þetta eru framlögin sem Ísland mun keppa við

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 13. febrúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var gríðarlega annasöm helgi hjá Eurovisionaðdáendum nú um helgina, en hvorki meira né minna en sjö lönd völdu framlag sitt fyrir lokakeppnina í Liverpool með úrslitakvöldi í viðkomandi heimalandi:  Ítalía, Króatía, Lettland, Eistland, Danmörk og Rúmenía. Auk þess tilkynnti Slóvenía val sitt á flytjanda og lag, en undankeppni var ekki haldin í Slóveníu. Fjögur síðasttöldu löndin munu keppa við Ísland á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision.

Eurovision fer fram dagana 9., 11. og 13. Maí í Liverpool í Bretlandi. Tvö undanúrslitakvöld þar sem 15 lönd taka þátt fyrra kvöldið og tíu verða valin áfram, og 16 lönd taka þátt seinna kvöldið og tíu verða valin áfram. Stóru löndin fimm eiga ávallt fast sæti á úrslitakvöldi: Bretland, Frakkland, Ítalía, Spánn og Þýskaland, auk vinningslands árið áður, sem í ár er Úkraína. Það eru því 26 lönd sem taka þátt á stóra sviðinu í Liverpool Arena, en höllin tekur 11.000 manns í sæti. 

Ísland tekur þátt seinna undanúrslitakvöldið og er sjöunda á svið á milli Grikklands og Rúmeníu. Söngvakeppnin íslenska fer fram með tveimur undanúrslitakvöldum 18. og 25. febrúar og verður framlag Íslands valið laugardaginn 4. mars. Lögin tíu sem taka þátt í ár voru kynnt 28. janúar síðastliðinn.

Ísland keppir í Eurovision seinna undanúrslitakvöldið 11. maí

Af þeim fimmtán löndum sem Ísland etur kappi við í undanúrslitum hafa sjö valið framlag sitt og þrjú til viðbótar hafa tilkynnt flytjanda en ekki lag.  Lítum nánar á þau framlög sem komin eru, í þeirri röð sem keppendur munu stíga á svið:

Armenía
Hin 21 árs gamla Brunette mun flytja framlag Armena, en lagið verður frumflutt síðar í mars. Er þetta í fimmtánda sinn sem Armenía tekur þátt, en þeir hafa hæst komist í 4. sæti.

Belgía
Belgar völdu söngvarann Gustaph með lagið Because of You þann 14. janúar en sjö framlög tóku þátt í Eurosong keppni Belga. Belgar taka þátt í 64. sinn, en þeir hafa unnið einu sinni, sem er Íslendingum eftirminnilegt. Árið 1986 þegar Ísland tók þátt í fyrsta sinn með Gleðibankanum vann Sandra Kim keppnina.

Kýpur

Söngvarinn Andrew Lambrou mun flytja framlag Kýpur, lagið verður kynnt síðar í febrúar. Kýpur tekur þátt í 39. sinn og hefur hæst lent í 2. sæti.

Danmörk
Danir héldu keppni sína Melodi Grand Prix nú á laugardag og völdu færeyska söngvarann Rani Petersen, Railey, til að flytja lagið Breaking My Heart. Danmörk tekur þátt í 51. sinn og hefur þrisvar unnið: árin 1963, 2000 og 2013.

Eistland
Söngkonan Alika var valin um helgina og mun flytja framlag Eistlands, Bridges. Eistland tekur þátt í 28. sinn og hefur einu sinni unnið, árið 2001.


Grikkland
Söngvarinn Victor Vernicos mun flytja framlag Grikklands, What They Say. Grikkland tekur þátt í 43. sinn og hefur einu sinni unnið, árið 2005.

Ísland
Eins og áður segir mun Ísland velja framlag sitt 4. mars. Þetta er í 35. sinn sem við tökum þátt og höfum við hæst landað 2. sætinu, tvisvar!

Rúmenía
Söngvarinn Theodor Andrei mun flytja framlag Rúmeníu, D.G.T. (Off an on). Rúmenía tekur þátt í 23. sinn og hef hæst komist í 2. sæti. 

Albanía
Söngkonan Albina Kelmendi mun ásamt fimm fjölskyldumeðlimum, undir nafninu Albina @Familja Kelmendi, flytja framlag Albaníu,  Duje. Albanía tekur þátt í 19. sinn og hef hæst komist í 5. sæti.



Ástralía
Ekkert að frétta af framlagi Ástralíu.

Austurríki
Söngkonurnar Teya og Salena munu flytja framlag Austurríkis, lagið verður frumflutt 8. ars. Amusturríki tekur þátt í 55. sinn og hefur tvisvar unnið, árin 1966 og 2014.

Georgía
Söngkonan Iru Khechanovi mun flytja framlag Georgíu, lagið verður kynnt í mars. Georgía tekur þátt í 15. sinn og hef hæst komist í 9. sæti. 

Litháen
Litháar munu velja framlag sitt 18. febrúar. Litháen tekur þátt í 23. sinn og hefur hæst komist í 6. sæti.

Pólland
Pólverjar munu velja framlag sitt 26. febrúar. Pólland tekur þátt í 25. sinn og hefur hæst komist í 2. sæti.

San Marino
Mun velja framlag sitt 25. febrúar. San Marino tekur þátt í 13. sinn, hefur aðeins þrisvar komist upp úr undankeppni og hæst komist í 19. sæti.

Slóvenía
Hljómsveitin Joker Out mun flytja framlag Slóveníu, Carpe Diem. Slóvenía tekur þátt í 28. sinn og hæst komist í 7. sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Fókus
Í gær

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Í gær

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set