fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

Sænskar stórstjörnur í Limbo

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 10. febrúar 2023 11:15

Sænskar stórstjörnur í Limbo, sem er ný dramasería á Viaplay, byggð á raunverulegum atburðum úr lífi aðalleikkonunnar Rakel Wärmländer. MYNDIR/VIAPLAY.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Sænskar stórstjörnur, persónulegar skuldbindingar og augnablik sem breytir öllu. Þetta er meðal þess sem áhorfendur mega búast við í Limbo, nýrri dramaseríu á Viaplay sem byggð er á raunverulegum atburðum úr lífi aðalleikkonunnar Rakel Wärmländer samkvæmt frétt frá Viaplay.

Síminn hringir um miðja nótt og það versta sem hefði getað gerst, gerðist. Synir Ebbu (Rakel Wärmländer), My (Sfia Helin) og Gloriu (Louise Peterhoff) höfðu fengið lánaðan bíl í óleyfi og lent í alvarlegu bílslysi. Þeir slasast allir alvarlega, en sonur Ebbu, Jakob, verður verst úti og lendir í lífshættu. Atburðirnir reyna verulega á samband vinkvennanna og fjölskyldan þeirra, því á meðan Jakob er milli heims og helju eru konurnar þrjár fastar í limbói.

Þáttaröðin byggir á raunverulegum atburðum úr lífi Rakelar Wärmlander og fjallar um það hvernig sambönd fólks breytast þegar það fer saman í gegnum djúpa dali og hæstu hæðir.

„Þættirnir sjálfir eru skáldskapur, en slysið er raunverulegt. Alveg síðan ég varð foreldri hef ég hugsað um hvernig ég myndi bregðast við ef eitthvað þessu líkt kæmi fyrir mig,“ segir Rakel.

Vinátta, móðurhlutverkið og sambönd eru rauður þráður í gegnum alla þáttaröðina. Allar söguhetjurnar glíma við sín eigin vandamál, sem ýmist vaxa eða minnka í kjölfar bílslyssins.

Limbo verður frumsýnt 12. febrúar, aðeins á Viaplay. Allir sex þættirnir, 45 mínútur hver, verða gerðir aðgengilegir samtímis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu