Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa Sigurðssonar, festi kaup á verslunarhúsnæði í Ármúla 40, í gegnum félagið Santé North ehf., fyrir 260 milljónir króna í lok síðasta árs. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.
Fasteignin var afhent samkvæmt kaupsamningi í lok desember 2022, en um er að 547 fermetra verslun og 319 fermetra vörugeymslu.
Alexandra Helga og Móeiður Lárusdóttir stofnuðu félagið Móa&Mía ehf. í fyrra, og opnuðu netverslun með sama nafni, sem býður upp á úrval barnafata og annarra barnavara.
Barnavöruverslunin Von Verslun er nú í Ármúla 40 en mun flytja í Síðumúla 21 og sameinast versluninni Bíum Bíum. Báðar eru þær í eigu Eyrúnar Önnu Tryggvadóttur og Olgu Helenu Ólafsdóttur.