fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Taka átti Davíð af foreldrum hans af því honum gekk illa að lesa

Fókus
Föstudaginn 8. desember 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Bergmann starfsmaður Fjölsmiðjunnar gerir niðurstöður Pisa-könnunarinnar að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi. Hann setur niðurstöðurnar í samhengi við sína persónulegu reynslu af íslensku skólakerfi á sínum ungdómsárum. Davíð segir að hann hafi verið einn af þeim sem ekki átti auðvelt með nám eða lestur. Hann greinir meðal annars frá því að félagsmálayfirvöld hafi hótað að taka hann af foreldrum hans af því honum gekk svo illa að læra að lesa.

Davíð spyr í upphafi greinarinnar hvort ekki sé þörf á langtímahugsun frekar en að fara í enn eitt átakið við að bæta lesskilning íslenskra barna.

Davíð segir að hann hafi eitt sinn verið í sömu sporum og þeir nemendur í grunnskóla sem eiga erfitt með lestur:

„Þó svo að ég sé enginn sérfræðingur á mennta sviði og ekki einu sinni langskóla genginn kannski vegna þess að ég var einn af þeim sem átti bókina sem minn óvin í æsku eins og ég held að flestir þeir krakkar sem geta ekki lesið sér til gagns í dag.“

Davíð vísar í þá niðurstöðu könnunarinnar að fylgni sé á milli verri efnahagslegrar og félagslegrar stöðu og verri námsárangurs og lesskilnings:

„Ég hef haft þessa tilfinningu lengi að þessi hópur standi verr eftir að hafa unnið með einstaklingum sem við myndum kalla olnbogabörn skólakerfis í 29 ár.“

Davíð starfar í Fjölsmiðjunni með ungu fólki sem flosnað hefur upp úr námi. Hann segir þennan hóp hepinn að hafa vinnu í hörðum samkeppnisheimi:

„Þar sem krafan eykst á hverjum degi um frekara nám. Sá veruleiki að róbótavæðingin er farin að taka vinnu af fólki og sér í lagi þeim sem geta ekki lesið sér til gagns er staðreynd.“

Davíð vísar til skýrslu forvarnarhóps á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá því í desember 2022 þar sem komi fram að 3000 ungmenni, á aldrinum 16-24 ára, hafi þá hvorki verið í vinnu né skóla. Hann segir þennan hóp hafa upplifað endalausa ósigra í grunnskólanámi og sé því orðin fráhverfur frekara námi:

„Svo virðist vera að þau eigi ekki séns að vera þátttakendur á vinnumarkaði og liggur skýring kannski í því að það er ekki gert ráð fyrir þessum jaðarhóp á vinnumarkaði í dag. Hvernig stendur á þessu og hvar eru þessi ungmenni í dag? Þau eru alla vega bara örfá hér í Fjölsmiðjunni miðað við heildarfjölda þeirra sem eru hvorki í vinnu né skóla.“

Kerfið sé ekki að virka

Hann segir samfélagið í raun að búa til nýjan þjóðfélagshóp jaðarsettra einstaklinga sem komist ekki upp úr þeirri gröf sem skólakerfið hafi grafið því. Þetta séu ungmennin með greiningarnar sem séu þjökuð af minnimáttarkennd. Vandinn liggi ekki síst í því hvernig samfélagið nálgist þennan hóp:

„Vandinn liggur auðvitað í því hvernig við nálgumst þessi börn og ætlumst til að þau verði öll steypt í sama mótið, verða að vera góð á bókina, verða ekki neitt nema þau geti lært stærðfræði o.s.frv. Hvar eru valmöguleikarnir í skólakerfinu sjálfu. Utan skólakerfisins er jú ýmislegt í boði en það kostar og mörg þessara barna koma frá efnalitlum heimilum.“

Davíð óttast mjög um framtíð þessa hóps. Tækifæri til náms og leiks séu ekki jöfn og menntakerfið og félagslega kerfið sé ekki að virka:

„Getuleysi okkar sem samfélags til að framleiða glöð og jákvæð ungmenni, full af sjálfstrausti er ekki niðurstaðan.“

„Er það hugsanlegt að við höfum kannski sem samfélag brugðist ákveðnum hóp ungmenna með því að hafa ekki tækifæri fyrir þau og námið sé of fráhrindandi, að það þurfi umbyltingu til að þau finni eitthvað sem hentar þeim þar?“

„Í gamla daga fengum við til okkar drengi í Mótorsmiðjuna sem skólinn var búinn að afskrifa. Þarna vaknaði áhugi þeirra fyrir einhverju og sumir af þeim afskrifuðu urðu iðnaðarmenn og nýtir þjóðfélagsþegnar og skila sínum sköttum og skildum í dag til samfélagsins.“

Davíð telur að aukin sjálfvirkinivæðing og fjórða inbyltingin muni dýpka vandann enn frekar.

Sár reynsla af skólagöngu

Hann segist tjá sig um málið í ljósi sinnar eigin æsku:

„Kannski leyfi ég mér að tjá mig um stöðu mála en ekki að grjót halda kjafti því ég sjálfur átti bókina sem minn versta óvin í lífinu, á mínum uppvaxtar árum og langt fram í fullorðins árin líka. Ég þekki það vel að vera vanmáttugur þegar kemur að því að sækja um vinnu vegna diplómaleysis. Það að hafa bókina sem sinn versta óvin hefur endurspeglað mitt líf og gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Og það hefur kostað sitt meira segja æskuna, og í raun með ólíkindum að ég hafi unnið mig í gegnum þetta.“

Davíð segir að ef hann væri í unglingur í dag, með tækni nútímans, hefði verið ómögulegt fyrir hann að finna sína fjöl í lífinu. Tæknin sem hefði í dag komið í staðinn fyrir hann á vinnumarkaði hafi ekki verið til staðar.

Hann rifjar upp í lok greinarinnar sára reynslu sína af námi í grunnskóla:

„Ég þekki það vel að vera jaðarsettur og vera hornreka í skólakerfinu og meira segja var foreldrum mínum hótað árið 1981 af skóla og félagsmálayfirvöldum Kópavogs að ég yrði tekinn af þeim ef þau samþykktu í ekki að ég yrði sendur út á land af því að ég var seinfær til lesturs. Ástæðan fyrir því að ég átti við þessa sértæku námserfiðleika við að stríða að ég varð fyrir höfuðhöggi sem smábarn og ég átti við alvarlegan einbeitingar skort við að etja. Þarna var ég aðeins 11 ára ég man alla ósigrana sem barn eins og þeir hefðu gerst í gær þó svo að áratugirnir séu orðnir nokkrir síðan þá.“

Hann segir lausnina til framtíðar á vanda þeirra barna og ungmenna sem eru í sömu sporum og hann var að gera úrræði fjölbreyttari, bjóða þeim upp á fleira en bara bóknám og hætta að ætlast til að hvert barn verði gott á bókina:

„Styrkja listir, verknám og íþróttir og hafa það nám til jafns við bóknám. Við þurfum að horfast í augu við þann veruleika að það verða að vera fleiri tilboð fyrir þá sem hafa bókina sinn versta óvin í lífinu.“

Grein Davíðs er hægt að lesa í heild sinni hér.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk