fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Verslunarferð nýjasta stjörnuparsins tröllríður miðlum vestanhafs

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. desember 2023 10:56

Jackson og Nyong´o

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikararnir Joshua Jackson og Lupita Nyong’o virðast nýjasta stjörnuparið ef marka má fréttir vestanhafs, en fjallað er um það á fjölmörgum miðlum að sést hafi til þeirra í verslunarferð í gær. Stutt er liðið frá slitum á fyrri samböndum hjá þeim báðum.

Í október greindi DailyMail frá því að parið hefði verið saman á tónleikum, degi áður staðfesti Nyong’o að sambandi hennar og Selema Masekela væri lokið, og mánuður var liðinn frá því að Jackson skildi við Jodie Turner Smith, sem hann á þriggja ára dóttur með. Og nú er komið að því greinilega að ákveða saman hvað eigi að vera í matinn, en parið var í verslunarferð í Erewhon í Los Angeles. Parið hélt svo á brott saman í bíl ásamt ketti Nyong’o.

Nyong’o  opnaði sig á Instagram með sambandsslitin við sjónvarpsstjóran og íþróttaskýrandann Selema Masekela, en þau höfðu verið í sambandi síðan árið 2022. Sagði hún sambandið hafa einkennst af svikum og blekkingum og finna fyrir miklum sársauka sem hún þyrfti að horfast í augu við um leið og hún ræktaði hugrekki til að elska aftur.

Jackson og Turner-Smith giftu sig árið 2019, en hún sótti um skilnað í byrjun október með vísan til „ósamræmanlegs ágreinings“. Í síðasta mánuði samþykktu þau sameiginlegt forræði yfir þriggja ára dóttur sinni.

Jackson og Turner-Smith
Mynd: Getty

Jackson er 45 ára og þekktur fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Dr. Death og Dawson´s Creek. Nyong’o er fertug og þekkt fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum 12 Years a Slave sem hún hlaut Óskarsverðlaun fyrir og Black Panther.

Lupita Nyongo
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Í gær

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn