Þetta er í fyrsta skipti í 96 ára sögu tímaritsins á vali á manneskju ársins sem einstaklingur úr skemmtanaiðnaðinum er einn útnefndur. Tónlistarmaðurinn Bono var í hópi nokkurra einstaklinga sem valdir voru árið 2005.
Aðalritstjóri Time, Sam Jacobs, segir að ekki nokkur manneskja búi yfir sömu hæfileikum og Swift til að að hreyfa við fólki. Hún sé ein af fáum sem er bæði höfundur og hetja sinnar eigin sögu.
Í tilefni af valinu er Swift í viðtali við tímaritið og þar horfir hún til baka á árið 2023. Swift varð formlega milljarðamæringur á árinu og var mest spilaði tónlistarmaðurinn á Spotify. Þá hóf hún tónleikaferðalag sitt, Eras Tour, í mars síðastliðnum og var slegist um miðana.
Óhjákvæmilega var einkalíf hennar í sviðsljósinu en hún byrjaði síðsumars með ruðningskappanum Travis Kelce.