fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Halldóra segir upp hjá Borgarleikhúsinu og Listaháskólanum – „Ég ætla að verða atvinnulaus“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. desember 2023 11:30

Halldóra á að baki 27 ára feril hjá Borgarleikhúsinu og hlaut Grímuna í fyrra fyrir 9 Líf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir hefur sagt upp samningi sínum við Borgarleikhúsið þar sem hún hefur starfað í 27 ár. Einnig prófessorsstöðu sinni hjá Listaháskóla Íslands.

Halldóra greindi frá þessu í nýjasta þætti hlaðvarpsins Stjörnuspeki.

Sagði hún ástæðuna þá að hún ætti erfiðara með að „kveikja eldinn“ fyrir hverja sýningu. Halldóra hefur slegið í gegn í sýningunni 9 Líf sem fjallar um ævi tónlistarmannsins Bubba Morthens. Á síðasta ári hlaut hún Grímuna sem leikkona ársins í aðalhlutverki og sem söngvari ársins fyrir sýninguna.

Byrjuð að slasa sig

Sýningar 9 Lífa telja nú 217 og 17 eru eftir. Í hlaðvarpinu sagðist Halldóra hafa búist við 100 til 150 sýningum. Það væri auðvelt að kveikja eldinn fyrstu 50 til 80 sýningarnar en síðan yrði það sífellt erfiðara.

„Ég verð að kveikja og það verður erfiðara og erfiðara,“ sagði hún. „Núna finn ég að ég er farin að slasa mig meira á sýningum. Því til að kveikja eldinn verður hann næstum því of mikill því að ég fer inn í svo mikla reiði og það kemur svo mikil orka.“

Til dæmis hafi hún brotið framtönn á sýningu fyrir skemmstu. Hún finnur það að hún verði að gæta sín betur til að slasa sig ekki.

„Ég hef það á tilfinningunni að ef ég næ ekki að sprengja þakið af húsinu á fyrstu sex setningunum þá fer sýningin aldrei hærra en ég opna. Byrjunarmómentið er eins og að sprengja þakið af. Þar kviknar eldur kvöldsins og allur hópurinn kemur með. Þannig upplifi ég þetta,“ sagði Halldóra.

Ofboðslegt álag

Halldóra á að baki 27 ára feril í Borgarleikhúsinu en fyrir nokkrum dögum sagði hún upp störfum.

„Ég sagði upp samningnum núna um daginn. Ég finn að ég get ekki leikið samkvæmt þessum reglum. Líkaminn minn og aðstæður eru að ýta mér út í að nú segi ég upp þessum 27 ára samningi,“ sagði Halldóra.

Hún lætur ekki þar við sitja því að einnig hefur Halldóra starfað sem fagstjóri og prófessor á leikarabraut Listaháskólans.

„Ég er líka búin að segja upp þar. Það er eitthvað ofboðslegt álag fyrir mig að vera þarna 9 til 5. Ég ætla að verða atvinnulaus,“ sagði Halldóra.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“