fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fókus

Varð allt í einu ólétt, einstæð og atvinnulaus – „Þetta var mjög erfiður og skrýtinn tími“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 4. desember 2023 21:30

Stefanía Svavarsdóttir er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Stefanía Svavarsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Brotið hér að neðan er hluti úr þættinum, sem má horfa á í heild sinni hér.

video
play-sharp-fill

Árið 2015 tók Stefanía stökkið, hún hætti í vinnunni sinni og einbeitti sér alfarið að tónlistinni. Það gekk vel þar til heimsfaraldur skall á og engin verkefni var að fá. Hún segir að þetta hafi verið mjög krefjandi tími.

„Hann var rosalega erfiður, alveg mjög. Svo líka, þegar Covid-skall á var ég nýbúin að komast að því að ég væri ólétt og þremur mánuðum síðar hætti ég með barnsföður mínum. Þetta var mjög erfiður og mjög skrýtinn tími. En líka rosalega þroskandi einhvern veginn. Ég kom fílefld til baka eftir það. Svo þurfti ég líka að skoða sjálfa mig, því svo mikið af sjálfsmyndinni minni var bundið við að vera söngkona, þannig ef ég er ekki að syngja, hver er ég þá? Ég þurfti að finna mig sjálfa upp á nýtt í þessu ferli.“

„Sambandsslit eru nógu erfið“

Stefanía segir að það hafi verið sjokk að komast að því að hún væri ólétt. Þetta var annað barn þeirra, sonur þeirra var þá eins og hálfs árs gamall. „Ég var bara „ó shit,“ segir Stefanía og hlær.

„Ég var bara í smá geðshræringu. Mamma hafði oft sagt við mig að það væri gott að hafa stutt á milli barna. Ég sagði henni að gleyma pælingunni því mér fannst mjög erfitt að verða mamma. Þetta er rosalega krefjandi hlutverk, besta hlutverk í heimi en mjög erfitt. Þannig það var smá geðshræring í nokkra daga. En svo var góð kona sem sagði við mig að börn séu alltaf blessun, og hún er það svo sannarlega,“ segir hún.

„Sambandsslit eru nógu erfið, þó maður sé ekki fullur af hormónum. Ég á ofboðslega gott fólk að, frábæra vini og fjölskyldu og ég lagði mjög mikið upp úr því að stunda mikla sjálfsrækt og passa að hlúa að mér og rækta mig. Þannig komst ég í gegnum þetta.“

Fylgstu með Stefaníu á Instagram og smelltu hér til að hlusta á tónlistina hennar á Spotify.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Í gær

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda
Hide picture