fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Hraðablindan varð til þess að Svani var hent öfugum úr Æskulýðsfylkingunni fyrir neyðarleg mistök – „Ég fór í burtu með skottið á milli lappanna“

Fókus
Mánudaginn 4. desember 2023 23:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann segist stunda „Omnium Gatherum“, öðru nafni alþýðufræði. Rithöfundurinn og leiðsögumaðurinn Svanur Gísli Þorkelsson er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Svanur er fantagóður sögumaður og afar lipur penni. Það skemmir heldur ekki fyrir að hann hefur yfirgripsmikla söguþekkingu og fer á kostum í hverjum pistlinum á fætur öðrum á samfélagsmiðlum. Skiptir engu hvort umfjöllunarefnið tengist köttum, blindraletri, blásokkum, karlinum á kassanum eða einhverju allt öðru. Svanur gæðir allar sögur lífi, bæði í skrifuðu og töluðu máli. Í þættinum fara þeir Mummi í gegnum söguna hans Svans sem á köflum hefur verið æði litrík en sama skapi skemmtileg.

Mislukkaður sósíalisti

Sumarið 1969 líður honum seint úr minni en þá tókst honum , á táningsaldri, að vera rekinn úr Æskulýðsfylkingunni, samband ungra sósíalista semkallaðist líka Fylkingin. Hann fór að taka rútu frá Keflavík til Reykjavíkur til að fara á fundi hjá Fylkingunni og kynntist þar fólki á borð við Ragnhildi Óskarsdóttur eða Rósku, Ragnari Stefánssyni skjálfta og Birnu Þórðardóttur.

Þetta ævintýri entist þó ekki lengi því dag einn stóð til að mótmæla stríði og hernaðaraðgerðum sem endranær þá gerði Svanur skissu.

„Fylkingin ákvað að vera með mikla uppákomu í Bakarabrekkunni [innskot:gamalt heiti á Bankastræti] í Reykjavík og þar var Róska, Birna og fleiri sem voru að setja upp einhvern leikþátt og það sem ég átti að gera var að ég var með grammófón og átti að spila internationalinn á kínversku í enda leikþáttar.

Síðan eru þær að leika stelpurnar þarna og þegar það er búið þá skelli ég þessu á og mér fannst það hljóma æðislega.“

Hraðablindan varð honum að falli

„Þá koma þær askvaðandi og spyrja hvað ég væri eiginlega að gera og hvort ég væri að eyðileggja fyrir þeim viljandi. Vegna þess að þá hafði grammófónninn verið settur á vitlausan snúning, en ég heyrði ekki muninn því þetta var á kínversku.“

Svanur hafði óvart spilað lagið vitlausum hraða og þar með lauk kynnum hans af sósíalískri æskulýðsmálum. Honum var tilkynnt að hann ætti ekki heima í Fylkingunni og sendur aftur heim til Keflavíkur.

„Ég fór í burtu með skottið á milli lappanna og endaði þar með sósíalistaferil minn.“

Svanur lýsir þessu nánar á bloggi sínu þar sem hann segir að Róska hafi þrifið í arminn á grammófóninum og sagt: „Helvítis fíflið þitt…. gastu ekki sett hana á réttan hraða.“ – Svo komu fleiri blótsyrði sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Mér varð nú ljóst hvað mér hafði orðið á.

Ég talaði vitaskuld ekki kínversku þá, frekar enn í dag og í eyrum mínum hljómaði lagið ósköp áþekkt eða jafnvel eins og 78 snúnings hraða og það gerði á 45 snúningshraða.“

Hlusta má á viðtalið við Svan og fyrri þætti á tyr.is eða á Spotify.

Kaldi Potturinn er spjallþáttur þar sem Mummi fær til sín á sviðið heima alls konar fólk úr öllum kimum samfélagsins, með fjölbreytta lífsreynslu, djúpa sýn á tilveruna og sterkar skoðanir á lífinu. Fólk sem fer sínar eigin leiðir. Mummi hefur sjálfur sterkar skoðanir og er óhræddur við að tjá sig um hvað sem er, svo allt fær að flakka á sviðinu. Kaldi Potturinn hefur ekkert að fela.

Dagskrárgerð Kalda pottsins er í höndum Mumma og stjórn upptöku er í höndum Gunnars Bjarna en upptökur fara fram á heimili Mumma og eiginkonu hans, Þórunnar Wolfram, á Gömlu Borg í Grímsnesi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar