fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Tímavélin: Dyraverðir höfðu nóg að gera á unglingaballi í Lídó – Stúlkur földu áfengi í naríunum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 30. desember 2023 20:30

Áfengisílátin voru gerð upptæk. Mynd/Vísir 3. janúar 1964.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áramótaböll hafa verið misdönnuð á Íslandi í gegnum tíðina og oft hafa reglur um áfengi verið sveigðar eða jafn vel brotnar. Unglingaballið í Lídó fyrir sextíu árum síðan varð að forsíðufrétt vegna þess mikla magns áfengis sem gert var upptækt.

Í frétt Vísis frá 3. janúar 1964 er sagt frá ballinu í Lídó, sem ætlað var unglingum og ungmennum á aldrinum 16 til 21 árs. Lídó stóð við Skaftahlíð 24, í húsi sem varð seinna að félagsmiðstöðinni Tónabæ, þá höfuðstöðvum fjölmiðlafyrirtækisins 365 og í dag hýsir skrifstofur Landspítalans.

Í leðurtuðrum og pilluglösum

Á ballinu var gerð áfengisleit við innganginn og höfðu dyraverðir vægast sagt nóg að gera. Alls voru tekin 50 ílát með sprútti af unglingunum og voru þau að ýmsum toga.

Meðal annars var áfengi falið í leðurtuðrum, lýsisglösum, glösum fyrir magatöflur, plastflöskum og vitaskuld venjulegum áfengisumbúðum. Þá fundust ílátin á ólíklegustu stöðum. Sumar stúlkur stungu þeim inn á brjóstahaldarann sinn eða naríurnar. En aðrar földu þau í handtöskum. Leitað var á drengjum jafnt sem stúlkum í dyrunum.

Fengu unglingarnir áfengið ekki til baka eftir ballið heldur var það gert upptækt og flutt til vörslu hjá sakdómaraembættinu.

Morgunblaðið 29. desember 1963.

„Skemmtunin fór hið bezta fram og urðu unglingarnir að láta sér nægja að skemmta sér yfir glasi af gosdrykkjum,“ segir í frétt Vísis.

Kínverjar sprengdir

Það var þó eitthvað um leiðindi á ballinu. Í byrjun dansleiksins bar nokkuð á því að verið væri að sprengja kínverja. Tilkynntu skipuleggjendur þá að tónlistin yrði stöðvuð og skemmtuninni slitið ef þetta héldi áfram. Eftir það var enginn kínverji sprengdur.

Einhverjir unglingarnir komust með bokkurnar inn en starfsfólk greip þær ef þær sáust.

„Getur fólk látið sér detta í hug hvernig dansleikurinn hefði farið fram, ef unglingarnir hefðu komizt inn með allt þetta áfengi,“ segir í niðurlaginu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“