Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:
Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.
Ellý Ármanns er vel kunnug landsmönnum. Hún hefur komið víða við og gegnt mörgum störfum, meðal annars þula, fjölmiðlakona, listakona, tattúverari, þjálfari og spákona svo fátt sé nefnt. Í sumar ákvað hún að prófa eitthvað allt annað og varð flugfreyja.
„Ég þurfti bara að gera eitthvað annað en að spá og mála. Mig langaði bara að taka U-beygju. Ég er 53 ára gömul og hugsaði: „Hmm, best að athuga hvort ég megi sækja um.“ Ég vissi ekki hvort það væri aldurstakmark,“ segir hún.
Ellý sendi fyrirspurn á Icelandair og spurði hvort hún mætti sækja um, sem hún mátti og gerði. Hún fékk vinnuna og er komin með fastráðningu.
„Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri núna,“ segir hún.
Ellý er með tattú víðsvegar um líkamann, meðal annars á höndunum.
„Við lifum á svo skemmtilegum tímum. Þegar ég fór í viðtalið lagði ég allt á borðið, þar á meðal sagði ég: „Ég er öll í flúri, ég er með flúr á höndunum.“ En í dag er þetta þannig að flugfreyjur mega vera með lítið húðflúr, en ekki stærra en starfsmannakortið okkar. Þannig að ég fékk vinnuna og ég fæ að vera ég.“
Hún segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af áramótaþætti Fókuss sem má horfa á í heild sinni hér.