fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Jólalegt og kósí strætóskýli á Kringlumýrarbraut

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 3. desember 2023 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strætóskýli á Kringlumýrarbraut hefur vakið mikla athygli fjölmargra vegfarenda síðasta sólarhringinn. Strætóskýlið er hið glæsilegasta, mjög kósí og jólalegt. Þak hefur verið smíðað á skýlið og það er meðal annars upphitað og teppalagt með sófa og sjónvarpi. Vodafone á heiðurinn af þessum breytingum á strætóskýlinu sem mun vera jólastofa næstu tíu daga á Kringlumýrabraut.Á föstudag fór starfsfólk Vodafone með óvæntar jólagjafir til fólks sem beið eftir strætó í jólastofunni. Fólk fékk meðal annars síma frá Samsung, spjaldtölvur, heyrnartól og heitt kakó. Allir voru að vonum himinlifandi með glaðninginn.

,,Við erum í skýjunum með viðtökurnar á jólastofunni okkar. Það sem stóð upp úr var þegar ungur piltur fékk gjöf en vildi gleðja einhvern annan og gaf sína gjöf áfram. Það er einmitt það sem jólin snúast um að gleðja aðra,“ segir Lilja Kristín Birgisdóttir forstöðumaður markaðs- og samskiptamála hjá Vodafone

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar
Fókus
Í gær

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“