fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Erlendum lækni misbauð skipulagsleysi íslenskra kollega sinna – „Here we do it the Icelandic way“

Fókus
Fimmtudaginn 28. desember 2023 13:30

Landspítalinn við Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævar Örn Úlfarsson hjartalæknir á Landspítalanum ritar skemmtilegan pistil í nýjasta tölublað Læknablaðsins. Í pistlinum segir hann meðal annars hversu ánægður hann sé með að vera fluttur aftur til landsins eftir 10 ára veru í Svíþjóð. Hann segist finna sig afar vel í „þetta reddast“ hugarfarinu á Íslandi og hafi ekki látið hina skipulögðu Svía kæfa það hugarfar alfarið á meðan hann bjó þar.

Hann segist í upphafi pistilsins vera nýkominn heim frá Svíþjóð og vera „nýi gæinn“ á Landspítalanum. Það er ekki annað að ráða af pistlinum en að hann sé mjög ánægður með það en síðan er spurning hversu lengi það mun endast:

„Kollegar mínir eru reyndar duglegir við að segja mér að eymdin og vesældin byrji að bíta um það bil sex mánuðum eftir heimkomu en ég held að þau séu bara að plata mig. Vextir, verðbólga og veður truflar mig bara ekki neitt.“

Ævar segir tilefni pistilsins vera orð sem erlendur hjartaskurðlæknir lét falla, á samráðsfundi, um skort á skipulagi hjá íslenskum hjartalæknum:

„Sátum við nokkrir hjartalæknar samráðsfund þar sem erlendum hjartaskurðlækni misbauð eitthvað óreiðan og skipulagsleysið. „Here we do it the Icelandic way“ flaug þá úr góðum kollega mínum, það þurfti ekkert að ræða þetta mál frekar.“

Ævar veltir fyrir sér hvaðan „reddingarviðleitni“ Íslendinga sé komin og segir að sænskum læknum lítist bara nokkuð vel á þetta hugarfar í íslenskum læknum:

„Sænskir kollegar mínir hafa allavega oft orð á því hvað það sé magnað hvað íslenskir læknar eru lausnamiðaðir, það er allt græjað, alveg sama hvað kemur upp. Að vísu fékk ég líka að heyra að ég kynni alls kyns ósiði en ég passaði samt upp á að láta ekki Svíana taka þá af mér, ég lærði þá nefnilega í sveitinni. Þarf ekki eitthvað að fara að skoða það að senda alla unglækna í hérað eins og gert var hérna áður fyrr? Mér er nefnilega mjög umhugað um þessa ósiði og þessa reddingarmenningu, þetta er eiginleiki sem má ekki glatast.“

Pistil Ævars í heild sinni er hægt að lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“