Breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan virðist vera orðinn þreyttur á nettröllum sem halda því fram að hann hafi farið með hlutverk dúfnakonunnar svokölluðu í Home Alone 2.
Morgan svaraði fyrir sig á X á aðfangadag en þá hafði notandi miðilsins sagst hafa verið að horfa á myndina þegar Morgan sást bregða fyrir. Eins og sést á meðfylgjandi færslu var sjónvarpsmanninum ekkert sérstaklega skemmt.
It’s. Not. Me. 🤬🤬 https://t.co/Kk3ltPOmsb
— Piers Morgan (@piersmorgan) December 24, 2023
Piers Morgan fór vitanlega ekki með hlutverk dúfnakonunnar í Home Alone 2 heldur var það Óskarsverðlaunaleikkonan Brenda Fricker sem lék það. Því verður þó ekki neitað að ákveðinn svipur er með sjónvarpsmanninum og leikkonunni. Brenda vann til Óskarsverðlauna árið 1990 fyrir aukahlutverk í myndinni My Left Foot.