fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fókus

Fyndin og frekar hreinskilin lýsing á stjörnumerkjunum – VOGIN

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 26. desember 2023 07:30

Mynd: Pixabay/Darkmoon_Art

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á Fókus höfum áhuga á stjörnuspeki og þegar við rákumst á skemmtilega og frekar hreinskilna lýsingu á stjörnumerkjunum þá gátum við ekki annað en ráðist í að þýða og staðfæra. 

Vogin (23. september – 22. október)

VOGIN er ó-svo-glæsileg og smekkleg að hún veldur næstum velgju hjá ástvinum sínum. Hún sveiflast líka til og frá og er lífsins ómögulegt að taka ákvörðun upp á eigin spýtur. Vogin ráðfærir sig vanalega við sálfræðinginn sinn eða sjónvarpsdagskrána. Vogir eru tískuséní og sveigjanlegar týpur. Þær eru líka bráðfyndnar að því leyti að þær munu elska eitthvað ef það kemst skyndilega í tísku, þrátt fyrir að þær hafi hatað það áður. Flauel er eitthvað sem voginni finnst ekki glatað.

Vogir borða allskonar þjóðarrétti frá menningarheimum sem þær hafa ekki hundsvit á. Þær einar og sér störtuðu cappucino hreyfingunni. Spyrðu þær hvers vegna, og þær munu röfla eitthvað óskiljanlegt um samstöðu.

Vogin hefur stöðugt áhyggjur af því hvað annað fólk hugsar. Ef vogin sýndi raunverulega einhverja athygli, þá kannski myndi fólki líka betur við hana.

Vogir nota tilvitnanir til að lýsa heimspekilegum hugtökum. Þær eru líka með sömu tilvitnanir ritaðar á kortaveskin sín. Áhugi Vogarinnar á atburðum líðandi stundar takmarkast við IKEA bæklinginn. Þær borða ekki skyndimat og hafa ekki hugmynd um hvert ruslið þeirra fer, þær endurvinna ekki. Þær láta aðra sjá um að reima fyrir sér rándýra skóna. Aðeins tvisvar hefur Vog sést í Góða hirðinum.

Vogin klæðist buxum sem eru litasamræddar við rúllukragabolina þeirra. Vogin er alltaf í fremstu röð með það sem okkur hinum finnst vera algjört kjaftæði. Vogin á endalaust safn af geisladiskum sem hún hefur ekki einu sinni hlustað á. Vogin gefur aðeins til góðgerðarmála í hærri klasa. Helltu vogina fulla og hún útskýrir fyrir þér muninn á café latté og café au lait. Sem er fáránlegt af því við hin vitum að munurinn er enginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu