fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fókus

Fyndin og frekar hreinskilin lýsing á stjörnumerkjunum – MEYJAN

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. desember 2023 18:30

Mynd: Pixabay/Darkmoon_Art

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á Fókus höfum áhuga á stjörnuspeki og þegar við rákumst á skemmtilega og frekar hreinskilna lýsingu á stjörnumerkjunum þá gátum við ekki annað en ráðist í að þýða og staðfæra. 

Meyjan (23. ágúst – 22. september)

MEYJAN er óþolandi. Hún stjórnar öndun sinni og litasamræmir fötin í fataskápnum. Meyjan hvorki prumpar né ropar. Meyjan hreinsar hvern fermeter af öllu sem hún á, með tannbursta, tvisvar á dag. Allt á sinn stað og tíma og hjá Meyjunni er það á gólfinu með stækkunargler að leita að bakteríum.

Þráhyggjusjúkdómur er fínt samheiti fyrir Meyjuna. Meyjan notar ábendingar og vandaðar töflur til að lýsa heimspekilegum hugtökum.

Það er auðvelt að fá Meyjuna til að fríka út. Segðu henni að það sé eitthvað á milli tannanna á henni. Horfðu svo á hana reyna að hreinsa eitthvað sem er ekki þar.

Meyjan er skemmtileg fyrir fífl eins og okkur hin. Fyrir Meyjuna væri helvíti að vera föst í lyftu með nöktum Vatnsbera. Vegna þess að Vatnsberinn mætir með bjór og hellir honum svo yfir allt gólfið.
Meyjan á líka erfitt með að slaka á ef/þegar eitthvað lendir undir ísskápnum. Stundum er það bara þunglynt Naut, en Meyjan veit að til þess að lokka það út er bara nóg að veifa köldu vínglasi.
Meyjan sér ekki heiminn í svörtu og hvítu. Hún sér hann í hreinu og skítugu. Kattahár fá Meyjuna til að froðufella. Meyjan er samt töff af því að hún mun sjá um óhreina þvottinn fyrir þig. Hún flokkar allt eftir litum og efni þangað til óhreina taushrúgurnar eru orðnar 15 talsins, með þremur flíkum í hverri. Síðan setur hún í þvottavélina í stafrófsröð eftir framleiðanda.
Meyjan finnst oft við ísskápinn að opna og loka hurðinni. Af hverju? Hún er að reyna að plata ísskápsljósið. Alls ekki setja ostinn á rangan stað í ísskápi Meyjunnar, hún mun láta þig heyra það. Hefurðu séð Shining eftir Stephen King? Jack Torrence var líklega Meyja í fyrri hluta myndarinnar, eftir það var hann Ljón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu