fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fókus

Fyndin og frekar hreinskilin lýsing á stjörnumerkjunum – LJÓNIÐ

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. desember 2023 15:30

Mynd: Pixabay/Darkmoon_Art

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á Fókus höfum áhuga á stjörnuspeki og þegar við rákumst á skemmtilega og frekar hreinskilna lýsingu á stjörnumerkjunum þá gátum við ekki annað en ráðist í að þýða og staðfæra. 

Ljónið (23. júlí – 22. ágúst)

LJÓNIÐ reynir að fanga athyglina með öllum leiðum sem það getur. Sjálfskynning kemur oft við sögu. Ljónið elskar að kyssa spegilmynd sína.

Ljónið mun grípa inn í samræður til að heyra sjálft sig tala og það mun ganga í veg fyrir hvern þann sem reynir að fara áður en Ljónið er búið að segja það sem hann eða hún ætlar að segja.

Öll Ljón vilja skrúðgöngu á afmælinu sínu. Ljónið giftist aldrei vegna þess að enginn er nógu góður fyrir það. Ef svo ólíklega vill til að Ljónið giftist þá mun það helst læsa maka sinn inni.

Ljónið þarf alltaf líkamlega ástúð, því miður virðist það ekki geta fundið neina vegna þess að öllum finnst Ljónið pirrandi.

Sum Ljón ákveða að vera samkynhneigð, jafnvel þó þau séu það ekki, vegna þess að þau telja að það geri þau sérstök. Það þýðir í raun að hvorugt kynið vill vera með Ljóninu. Ljóninu finnst allt annað en rómantískt kvöld með sjálfu sér skref niður fyrir sig.

Ljónið opnar dyr með því að öskra á þær. Ljónið býst við dynjandi lófaklappi í hvert sinn sem það gengur inn í herbergi. Einstaklingar í Ljóninu líkjast dýrinu sjálfu, það þýðir að þeir eru háværir og gefa skít í allt meðan þeir ganga um.

Auðmýkt hræðir Ljónið. Ljóninu líkar að slást við Hrútinn, hvort sem það er í einrúmi eða á almannafæri. Ljónið kýs frekar það seinna. Líklegt er að Steingeitin sjái um að selja miða á viðburðinn. En hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að auglýsa hann, Ljónið er búið að gera það fyrirfram. Vatnsberinn elskar myndir af rokkstjörnum, Sporðdrekinn af frægum hamförum, Steingeitin af færum stærðfræðingum og Fiskurinn af einhyrningum. Ljónið elskar hins vegar myndir af sjálfu sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fullkomin íbúð fyrir miðbæjarrottuna – Laus strax fyrir rúmlega 60 milljónir

Fullkomin íbúð fyrir miðbæjarrottuna – Laus strax fyrir rúmlega 60 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hér á Íslandi er stór millistétt sem borgar brúsann, greiðir háa skatta af launum og lánum“

„Hér á Íslandi er stór millistétt sem borgar brúsann, greiðir háa skatta af launum og lánum“